Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 91 • Strokleður eða hnoðleður. • Pappírsvöndull. • Hvítur eða ljós pappír að minnsta kosti af stærðinni A3. VERKEFNIÐ • Nemendur dreifa grafít- eða koladufti yfir pappírinn. • Þeir setja litlar fyrirmyndir á hvítt undirlag nálægt sér og lýsa á þær með borðlampa þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir sjáist. • Vinnuljósi er beint að stærri fyrirmyndum og þá teikna allir nem- endur eftir sömu fyrir- mynd standandi við trönur eða sitjandi við borð. • Nemendur píra augun til þess að greina birtufletina og þurrka upp þá stærstu og ljós- ustu fyrst og nota strokleður eða hnoðleður til þess. Þeir teikna stórt, því strokleðrið er ónákvæmt teikniáhald. Fyrir smæstu fleti má skera það til með dúkahníf eða nota hnoðleður mótað í odd. Ákveðin ónákvæmni er óhjákvæmileg með þessari aðferð og það er allt í lagi, það getur bæði aukið á einbeitingu og gefið teikningunni líf. • Nemendur geta metið stærðir og hlutföll og notað til þess mæliaðferðir ef þeim þykir þurfa, sjá verkefni 1.9. • Nemendur skerpa á völdum útlínum eða skuggaflötum með grafíkstaut eða koli og deyfa mjúk skil með fingrum eða pappírsvöndli. Þeir geta dreift grafít- eða koladufti aftur á pappírinn þar sem þurfa þykir. • Þeir þurrka upp með strokleðri eða hnoðleðri og teikna með grafítstaut eða koli til skiptis og kortleggja smám saman nákvæmar tóna og lögun birtu- og skuggaflata. • Nemendur geta ímyndað sér að verið sé að skrúfa upp dimmertakka í myrku her- bergi og fyrirmyndin komi smám saman í ljós á pappírnum eða að þeir séu að þurrka af henni myrkur. • Nemendur verja að minnsta kosti 40 mínútum í verkefnið. • Þeir skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1: Nemendur geta prófað að vinna verkefnið utandyra í sólskini með fyrir- myndir eins og grjót, trjástofna, byggingar eða annað. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að teikna eftir ljósmyndum þar sem greinilegur munur á birtu og skugga kemur fram. Mynd 3.4.2 Birtufletir í mismunandi tónum teiknaðir með strokleðri, grafítstaut og pappírsvöndli á pappír grunnaðan með grafítdufti og kolum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=