Ég sé með teikningu
90 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Hvort er mikilvægara að teikna skuggafleti eða birtufleti? Það er jafnmikilvægt. Við erumkannski vanari að teikna skuggafleti með dökku teikniáhaldi og skilja hvítan pappírinn eftir auðan þar sem birtufletir eru en það má alveg eins snúa þessu við og teikna birtufleti með ljósu teikniáhaldi á dökkan pappír. Báðar aðferðir eru jafn- góðar til þess að fá fram mismunandi lögun og tóna birtu- og skuggaflata en þær gefa mis- munandi afrakstur. Á mynd 3.4.1 hefur Frank Auerbach hvorki teiknað skuggafleti né útlínur en hann hefur teiknað birtufleti með því að þurrka dökkan kolagrunn af ljósum pappír með strokleðri. Hann hefur náð í birt- una úr bakgrunninum. Þannig kemur andlitið „í ljós“ og þannig skapast lifandi áferð á birtu- flötunum. Vegna þess hve erfitt getur reynst að ná stjórn á strokleðri sem teikniáhaldi þurfum við að einbeita okkur sérstaklega að því að hreyfa það til og frá. Þannig aukast líkurnar á að við gleymum okkur í teikniferlinu og fylgjum sjónskynjun okkar mjög vel eftir með teikniáhaldinu. Teikniferlið sjálft verður í for- grunni fremur en afraksturinn sem er svo gagnlegt þegar teiknað er eftir fyrirmynd, sjá Kveikju í verkefni 2.2, Með vinstri hönd . KVEIKJA Mynd 3.4.1 Teikning eftir Frank Auerbach EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir s.s. nemendur til skiptis, eigin hendur nemenda eða and- lit þeirra í spegli, ávextir, grænmeti, skeljar, trjábútar, blóm í vasa eða potti, leirtau, leikföng eða annað. • Borðlampar fyrir smærri fyrir- myndir, vinnuljós eða myndvarpi fyrir stærri. • Speglar ef nemendur teikna eigið andlit. • Grafítduft. Hægt er að útbúa slíkt duft með því að pússa grafítstauta eða kol með sandpappír. • Grafítstautar eða kol. • Hvítur pappír til þess að hafa undir fyrirmynd. LEITARORÐ Frank Auerbach charcoal Sophie Jodin drawings William Kentridge drawings Paul Ruiz drawings Kwangho Shin charchoal drawings ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=