Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 89 línur. Þeir nota ekki mæliaðferðir og þurfa ekki að hugsa um að gera „rétta“ teikn- ingu, afraksturinn skiptir ekki máli heldur vinnuaðferðin. • Ef nemendur vilja leiðrétta geta þeir teiknað ofan í eða til hliðar við þær línur og þá fleti sem fyrir eru. Þeir þurfa ekki að hafa skuggafleti innan við útlínurnar sem eru komnar heldur hreyfa þeir teikniáhaldið í samræmi við það sem þeir sjá best hverju sinni. • Nemendur geta notað vel af vatni og bleki og leyft efninu að flæða og skvettast að vild. • Skipt er um fyrirmynd eða hún færð til, ljósið stillt og verkefnið endurtekið nokkrum sinnum. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að teikna útlínur þriggja mismunandi fyrirmynda á þrjú blöð, leggja þau jafn óðum til hliðar, taka síðan aftur fram fyrsta blaðið og teikna skuggana samkvæmt viðkomandi fyrirmynd og svo koll af kolli. • Útfærsla 2 : Yngri nemendur geta prófað þessa aðferð en teiknað eingöngu útlínur, hvort sem er með kolum eða bleki. Ef teiknaðir eru skuggar má gera minni kröfur um nákvæma kortlagningu. BIRTUFLETIR DREGNIR FRAM STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að lögun birtuflata á fyrirmynd með því að grunna ljósan pappír með grafít- eða koladufti og teikna birtufletina með strokleðri. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig • leikni nemenda í að greina mismunandi lögun birtuflata á fyrirmynd og yfirfæra þá á teikniflöt • eftirtekt nemenda eftir hreyfingu hand- arinnar þegar þeir teikna • eftirtekt nemenda eftir áhrifum mis- munandi efna, áhalda og aðferða á afrakstur • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum VERK EFNI 3 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=