Ég sé með teikningu
88 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 GÓLFTEIKNING STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að útlínum og lögun skuggaflata á fyrirmynd með því að teikna hratt, með framlengdu teikniáhaldi, standandi og með teikniflöt á gólfi. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir s.s. nemendur til skiptis, stórir vasar, könnur, flöskur, myndastyttur eða annað sem er tiltækt í skólastofunni. • Blýantar (6B-8B) eða kol, límt með límbandi fremst á 80 cm löng og 5 mm þykk prik. • Bútar af svampi eða vatti límt með límbandi á hinn endann á prikunum. • Blek. • Vatn og diskur. • Maskínupappír eða annar pappír, að minnsta kosti af stærðinni A1. • Masónítplötur til að leggja á gólf og festa pappír á með teiknibólum. Einnig má festa pappír við gólfið með límbandi. VERKEFNIÐ • Nemendur festa pappír á gólf umhverfis eða framan við fyrir- mynd og setja disk og ílát með bleki og vatni við hliðina. Ljósi er beint að fyrirmynd þannig að greinilegir birtu- og skugga- fletir sjáist, frá hlið ef nemendur standa fyrir framan hana, frá gólfi eða lofti ef þeir raða sér umhverfis hana. • Nemendur halda aftast á prikinu með svamp- eða vattenda þess inni í lófanum og standa með útréttan handlegg það langt frá teiknifletinum að blýanturinn eða kolið rétt snerti pappírinn. • Nemendur teikna útlínur fyrirmyndarinnar með blýantinum eða kolinu, snúa svo prikinu við, dýfa svampinum eða vattinu í blekið og vatnið og teikna skuggafleti. Þeir geta einnig haft tvö áhöld, annað með svampi eða vatti og hitt með blýanti eða koli. • Kennari gefur nemendum fjórar mínútur til að ljúka þessu og lætur vita þegar tíminn er hálfnaður. • Nemendur horfa meira á fyrirmyndina en teikniflötinn og einbeita sér að því að yfir- færa upplýsingar jafn óðum og þeir sjá þær og geta dregið, ýtt, pikkað eða endurtekið Mynd 3.3.3 Útlínur teiknaðar með koli sem fest er á 80 cm langt prik og skuggafletir með bleki borið á með vatti sem fest er á hinn enda priksins. TILBRIGDI VID VERKEFNI 3 3 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig Einfölduð útgáfa verkefnisins getur hentað yngsta stigi. ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=