Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 87 • Nemendur horfa meira á fyrirmyndina en teikniflötinn og einbeita sér að því að yfir- færa upplýsingar jafn óðum og þeir sjá þær. Þeir nota ekki mæliaðferðir og þurfa ekki að hugsa um að gera „rétta“ teikningu, afraksturinn skiptir ekki máli heldur vinnuað- ferðin. • Ef nemendur vilja leiðrétta, teikna þeir ofan í eða til hliðar við þær línur og þá fleti sem fyrir eru. Þeir þurfa ekki að hafa skuggafleti innan við útlínurnar sem eru komnar heldur hreyfa þeir teikniáhaldið í samræmi við það sem þeir sjá best hverju sinni. • Nemendur geta notað vel af vatni og bleki eða vatnslit og leyft efninu að flæða og skvettast að vild. • Skipt er um fyrirmynd eða hún færð til, ljósið stillt og verkefnið endurtekið allt að 20 sinnum, með hléum. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að draga útlínur óslitið, með vinstri hönd eða blint eða allt þetta í einu og prófað að teikna skuggana með vinstri hönd eða blint, sjá verkefni 2.2. Gagnlegt getur verið að byrja á því að teikna blint til að hita upp og losa um. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að teikna skuggana fyrst og útlínurnar eftir á. • Útfærsla 3: Nemendur geta prófað að vinna verkefnið á styttri tíma smám saman, alveg niður í 1 til 2 mínútur. • Útfærsla 4 : Nemendur geta prófað að teikna útlínur þriggja mismunandi fyrirmynda á þrjú blöð, leggja þau jafn óðum til hliðar, taka síðan aftur fram fyrsta blaðið og teikna skuggana samkvæmt viðkomandi fyrirmynd og svo koll af kolli. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Lýsa teikningarnar birtu og skugga á sannfærandi hátt? Hvar er birta greinileg- ust og hvers vegna? • Lýsa teikningarnar þrívíðri lögun fyrirmyndanna? Hvar er það greinilegast og hvers vegna? • Hvað einkennir þessar teikningar? Hvað greinir þær frá teikningum sem unnar eru á lengri tíma? Er hægt að gera jafn góða teikningu á stuttum tíma og löngum? Hvað þarf til að gera góða teikningu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=