Ég sé með teikningu

86 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 LEITARORÐ Wendy Artin | Honoré Daumier schetches | Derek Overfield EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir s.s. nemendur til skiptis, stórir vasar, könnur, flöskur, myndastyttur, uppstoppuð dýr eða annað. • Vinnuljós eða myndvarpi. • Klukka með niðurteljara. • Tússpenni eða trélitur. • Blek eða þynntur vatnslitur og mjúkir penslar með oddi að minnsta kosti 5 mm breiðir. • Vatn og diskar. • Pappír að vild að minnsta kosti af stærðinni A4. Mynd 3.3.2 Útlínur teiknaðar með filtpenna eða fínum pensli og bleki og skuggafletir með mjúkum pensli og bleki. VERKEFNIÐ • Ljósi er beint að fyrirmynd þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir sjáist. • Allir nemendur teikna eftir sömu fyrirmynd standandi við há borð eða trönur þannig að þeir geti hreyft allan handlegginn frjálst. Þeir hafa bunka af pappír tiltækan. • Nemendur halda aftarlega og laust á teikniáhaldi og styðja hendinni ekki við teikni- flötinn á meðan þeir teikna, í mesta lagi laust með litla fingri. • Kennari gefur nemendum fjórar mínútur til að ljúka við teikningu og lætur þá vita þegar tíminn er hálfnaður. Þeir teikna allar útlínur fyrirmyndar með filtpenna eða tré- lit og alla skuggafleti með bleki eða þynntum vatnslit á þessum fjórum mínútum. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=