Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 85 ÚTLÍNA OG SKUGGAFLETIR, HRATT STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að útlínum og lögun skuggaflata á fyrirmynd með því að teikna hratt. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA • leikni nemenda í að greina útlínur og mismunandi lögun skuggaflata á fyrir- mynd og yfirfæra á teikniflöt • leikni nemenda í að fylgja sjónskynjun sinni eftir með hreyfingu teikniáhalds • eftirtekt nemenda eftir áhrifum mis- munandi efna, áhalda og aðferða á afrakstur • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum Hvað er líkt með þessum þremur myndum? Hvað er ólíkt? Nefnið þrjú lýsingarorð er eiga við myndirnar. Hvernig sýna þær birtu? KVEIKJA Mynd 3.3.1 T.v. Derek Overfield, Drawing 190, 2014, fyrir miðju Sarah Maycock, hugh bear, t.h. Honoré Daumier, Two Saltimbanques, 1865-1870. ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig VERK EFNI 3 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=