Ég sé með teikningu
84 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 • Þar sem skil milli birtu- og skuggaflata eru skörp teikna nemendur þétt upp að brún þeirra en þar sem þau eru mjúk gera þeir endurteknar línur yfir þau hér og þar. • Nemendur píra augun öðru hvoru til þess að greina betur lögun og tóna birtu- og skuggaflata á fyrirmyndinni og teikningunni. Í sama tilgangi skoða þeir fyrirmynd og teikningu úr fjarlægð öðru hvoru. • Nemendur verja að minnsta kosti 40 mínútum í verkefnið. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla : Nemendur geta einnig túlkað tón neikvæða rýmisins og unnið jafnhliða í því og fyrirmyndinni. Þeir geta notað strokleður eða hnoðleður ef þeir vilja. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að beita aðferðinni? Uppgötvuðuð þið eitthvað nýtt? • Lýsa teikningarnar birtu- og skuggaflötum á sannfærandi hátt? Lýsa þær þrívíðri lögun fyrirmyndanna á sannfærandi hátt? Hvað einkennir skuggafletina? En útlínurnar? • Dróguð þið endurteknar línur yfir þær? Hefur það áhrif á teikninguna? Hvaða? Komið þið auga á staði þar sem ónákvæmni er til bóta? • Er eitthvað í teikningunum sem gefur þeim aukið gildi til viðbótar við samlík- ingu við fyrirmynd? Hvað? • Hvað er líkt og ólíkt með teikningunum sem unnar eru í þessu verkefni og í verkefni 3.1?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=