Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 83 LEITARORÐ Study for the head of a girl | Study for the head of Leda | Sue Baker Kenton Henry Moore drawings | Giorgio Morandi drawings | John Singer Sargent Laurence Peter | Alexander Harrison EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir, s.s. nemendur til skiptis, myndastyttur, krumpaðir bréfpokar, rekaviðar- drumbar, hauskúpur, ávextir, grænmeti, leirtau, uppstoppuð dýr eða annað. • Borðlampar fyrir minni fyrirmyndir, vinnuljós eða myndvarpi fyrir stærri. • Blýantar (HB-8B) kol eða filtpennar 0,1-1. • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A3. VERKEFNIÐ • Ljósi er beint að fyrirmynd þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir myndist. • Litlar fyrirmyndir eru settar á hvítt undirlag nálægt nemendum og þeir lýsa á þær með borðlampa þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir myndist. • Þegar stærri fyrirmyndir eru notaðar er lýst á þær með vinnuljósi og allir nemendur teikna eftir sömu fyrirmynd standandi við trönur eða sitjandi við borð. • Nemendur teikna útlínur fyrirmyndar laust og létt, meta stærðir og hlutföll og nota til þess mæliaðferðir ef þurfa þykir, sjá verkefni 1.9. • Nemendur teikna birtu- og skuggafleti og gefa þeim viðeigandi lögun og tón með endurteknum línum, laust, gysið og létt til að fá fram ljósa tóna en fastar og þéttar til að fá fram dökka. Þar sem mest birta er geta þeir skilið pappírinn eftir auðan. Kenn- ari er með sýnikennslu til skýringar. • Nemendur bæta umferðum við smám saman og í hverri þeirra breyta þeir stefnu línanna lítillega. • Nemendur geta ímyndað sér að þeir séu að móta úr leir, að þeir séu að ýta skugga- flötum inn í rýmið með því að þrýsta fastar og oftar á teikniáhaldið en á birtuflöt- unum. .. Mynd 3.2.2 Skuggafletir teiknaðir með endurteknum línum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=