Ég sé með teikningu
82 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA Mynd 3.2.1 Henry Moore, Sheep, æting. • leikni nemenda í að greina mismunandi lögun og tóna birtu- og skuggaflata á fyrirmynd og greina skörp og mjúk skil þar á milli og yfirfæra það á teikniflöt með endurteknum línum • eftirtekt nemenda eftir áhrifum mis- munandi aðferða á afrakstur • þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verkefnisins og leikni í að nota þau í samræðum • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt, leikni nem- enda í að teikna út frá kveikju og gera til- raunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu Henry Moore (1898-1986), sem var högglistamaður, lagði meiri áherslu á að teikna birtu- og skuggafleti en útlínur. Í ætingunni á mynd 3.2.1 sýnir hann okkur þrívíð form á áhugaverðan hátt. Hvernig ætli Henry Moore beiti teikniáhaldinu til að fá fram dökka tóna? En ljósa? Hann dregur fínar samhliða línur með nokkru bili á milli til að fá fram ljósa tóna en þykkari línur með styttra bili á milli og í fleiri lögum til að fá dökka. Stefna línanna er lítillega breytt í hverju lagi. Segja má að þessi aðferð við að fá fram birtu- og skuggafleti sé einkennandi fyrir vel þjálfaða teiknara. Tilfinning fyrir því í hvaða stefnu er best að draga línurnar kemur með æfingunni og best er að fylgja innsæi sínu til að ákveða hana en fylgja má yfirborðslögun fyrir- myndarinnar eins og Henry Moore gerir. Svolítil ónákvæmni getur gefið teikningunni líf og gert hana áhugaverða fyrir áhorfanda. KVEIKJA
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=