Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 81 Mynd 3.1.7 Skuggafletir í mismunandi tónum teiknaðir með blýanti eftir ljósmynd af þekktu andliti. Mynd 3.1.8 Eigið andlit teiknað eftir spegilmynd. • Ljósaborð. • Blýantar (HB-2B). • Pappír með lítilli áferð, að minnsta kosti af stærðinni A3. VERKEFNIÐ • Nemendur draga útlínur meginforma andlitsins upp á ljósaborði. • Þeir teikna birtu- og skuggafleti, gefa þeim viðeigandi lögun og tón og mjúk eða skörp skil á milli. • Nemendur píra augun öðru hvoru til þess að greina betur lögun og tóna birtu- og skuggaflata á ljósmyndinni og teikningunni. Í sama tilgangi skoða þeir fyrirmynd og teikningu úr fjar- lægð öðru hvoru. • Nemendur verja að minnsta kosti 40 mínútum í verkefnið. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla : Eldri nemendur geta prófað að teikna eigið andlit eftir spegli, stýrt lýsingunni þannig að um það bil helm- ingur andlits sé í skugga og lagt áherslu á að teikna skuggafleti. SKUGGAFLETIR MEÐ ENDURTEKNUM LÍNUM STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að lögun og tónum birtu- og skuggaflata á fyrirmynd og mjúkum og skörpum skilum þar á milli, með því að teikna endurtekið samhliða línur. ALDURSSTIG: Unglingastig VERK EFNI 3 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=