Ég sé með teikningu
80 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 myndir og þá teikna allir nemendur eftir sömu fyrirmynd. Yngri nemendur geta prófað þetta verkefni og notað þá einfaldar fyrirmyndir sem höfða til þeirra, eins og til dæmis leikföng. • Útfærsla 3 : Nemendur prófa að teikna utan dyra í sól og velja fyrirmynd og sjónar- horn þar sem greinilegir birtu- og skuggafletir sjást, einnig kastskuggar og skörp og mjúk skil ef mögulegt er. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að greina lögun og tóna birtu- og skuggaflatanna? Hvernig gekk að teikna það? • Hve margir tónar eru í teikningunni? Hvar er ljósasti tónninn, en sá dekksti? Er mikill munur á þeim? Hvar eru skörp skil, mjúk skil og endurkastbirta? Hvernig gekk að taka eftir þeim þáttum? Hvernig gekk að teikna þá? • Lýsa teikningarnar birtu? Lýsa þær þrívíðri lögun formanna? Er greinilega hægt að sjá úr hvaða átt birtan kemur? Er birtan veik eða sterk? Ef ekki, hverju er hægt að breyta til þess að svo verði? • Hvað breytist við að píra augun á fyrirmynd eða teikningu? En við að horfa úr fjarlægð? • Sjáið þið birtu- og skuggafleti, kastskugga, endurkastbirtu, mjúk skil eða skörp í umhverfinu? BIRTU- OG SKUGGAFLETIR Í ANDLITI STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að lögun og tónum birtu- og skuggaflata og mjúkum og skörpum skilum þar á milli með því að teikna eftir ljósmynd af þekktu andliti. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir eru ljósmyndir af þekktum andlitum, til dæmis úr kvikmyndum, sjón- varpsþáttum, tónlist eða stjórnmálum. Fyrir yngsta stig má nota myndir af dýrum. Ljósið þarf að falla á andlitin úr einni átt og greinilegir birtu- og skuggafletir í mis- munandi tónum þurfa að sjást, með mjög dökkum, nokkrum gráum og mjög ljósum tónum. Eins væri gott að á myndinni sæjust mjúk og skörp skil og kastskuggar. Nemendur geta einnig tekið ljósmyndir af hver öðrum og stýrt lýsingunni. Vinna má með ljósmyndirnar í myndvinnsluforritum þannig að þær uppfylli uppgefin skilyrði. TILBRIGDI VID VERKEFNI 3 1 ALDURSSTIG: Öll ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=