Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 79 • Blýantar HB-4B eða kol. • Strokvöndlar, strokleður eða hnoðleður, ef vill. • Hvítur eða mjög ljós pappír án áferðar, að minnsta kosti af stærðinni A3. VERKEFNIÐ • Nemendur setja eitt grunnform á hvítan pappír og lýsa á það þannig að birtuhlið, skuggahlið og kastskuggi sjáist vel, sem og skörp og mjúk skil. Þeir geta verið einn, tveir eða nokkrir fleiri um sömu fyrirmynd. • Nemendur teikna útlínur fyrirmyndarinnar laust og létt, meta stærðir og hlutföll og nota til þess mæliaðferðir ef þurfa þykir, sjá verkefni 1.9. • Þeir byrja á að þekja helstu og dekkstu skuggafleti laust og létt en dekkja þá smám saman um leið og þeir bæta ljósari flötum við. Pappírinn er skilinn eftir auður þar sem ljósustu birtufletir eru. • Nemendur kortleggja lögun birtu- og skuggaflata smám saman nákvæmar og gefa þeim viðeigandi tóna, einnig endurkastbirtuflötum og teikna mjúk og skörp skil þar á milli. • Nemendur geta ímyndað sér að þeir séu að taka svart hvíta ljósmynd af fyrirmynd- inni. • Þeir píra augun öðru hvoru til þess að greina betur meginlögun og tóna birtu- og skuggaflata á fyrirmyndinni og teikningunni. Í sama tilgangi skoða þeir fyrirmynd og teikningu úr fjarlægð öðru hvoru. • Nemendur verja að minnsta kosti 40 mínútum í verkefnið. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. Mynd 3.1.5 Birtu- og skuggafletir í mismunandi tónum teiknaðir með blýanti eftir kúlu og kassa og með koli eftir keilu. • Útfærsla 1 : Nemendur teikna önnur grunnform á sama hátt. • Útfærsla 2 : Nemendur teikna eftir öðrum fyrirmyndum á sama hátt. Litlar fyrir- myndir eru settar á hvítt undirlag á borð nemenda og lampaljósi beint að þeim þannig að greinilegir birtu- og skuggafletir sjáist. Vinnuljós er notað fyrir stærri fyrir- Mynd 3.1.6 Skuggafletir í mismunandi tónum teiknaðir með blýanti eftir sítrónu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=