Ég sé með teikningu
78 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir eru kúlur, keilur, sívalningar og kassar úr hvítu frauðplasti, pappír eða við. Einnig má nota hvítmálaða hluti með lögun grunnforma eins og epli, pappahólka eða bækur. Þegar verk- efnið er endurtekið má nota aðrar fyrirmyndir s.s. ávexti, grænmeti, skeljar, trjábúta, köngla, leirtau, uppstoppuð dýr, hauskúpur, blóm í vasa eða potti. • Hvítur pappír til þess að hafa undir fyrirmynd. • Borðlampar með hreyfanlegum hálsi fyrir minni fyrirmyndir, vinnuljós eða mynd- varpi fyrir stærri. Mynd 3.1.4 Michelangelo, 1510, Study for the Libyan Sibyl, rauðkrít á pappír. Hvað eru mjúk og skörp skil? Kennari setur kúlu, keilu og kassa á hvíta undirlagið, lýsir á það og sýnir nemendum eftirfarandi þætti. 1. Mjúk skil milli birtu og skugga sjást á bogadregnu yfirborði, t.d. kúlu og keilu þar sem yfirborðið snýr í átt frá ljósinu smám saman. 2. Skörp skil milli birtu og skugga sjást við útlínur forma, á brúnum kastskugga og á brúnum forma þar sem lögun formsins breytist snögglega, t.d. á kassa. Hvernig má ná fram mjúkum og skörpum skilum milli birtu og skuggaflata? Mjúkum skilum milli birtu- og skuggaflata má ná fram með því að beita teikniáhald- inu laust og á hlið eða dreifa úr efninu með strokvöndli, bréfi eða fingrum. Skörpum skilummá ná frammeð vel ydduðum blý- anti eða skarpri brún á koli og teikna ákveðið. Hvernig má ná fram mismunandi tónum? Mjúkir blýantar (merktir B) gefa dökka tóna en harðir (merktir H) ljósa. HB blýantar gefa miðtón en með þeim er bæði hægt að teikna ljósa og dökka tóna, sjá Efni og áhöld í kaflanum Uppbygging og notkun . Dekkri tónar fást með því að teikna fast eða í nokkrum lögum. Lýsa má tóna sem eru orðnir of dökkir með því að þrýsta hnoðleðri á þá. Á mynd 3.1.4 má sjá hve marga tóna Michelangelo notar til að móta fjölbreytileg form mannslíkam- ans, allt frá mjög dökkum yfir í mjög ljósa. Þar sem birtan er mest skilur hann pappírinn eftir auðan. LEITARORÐ Michelangelo Buonarroti drawings Gustave Courbet Man with a Pipe Kathe Kollwich Giorgio Morandi drawings ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=