Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 77 Oft lítum við snöggt á hluti, eingöngu til þess að sjá hvað það er, eins og þegar við þurfum að passa okkur á bílum í umferðinni eða að ganga ekki á tré í skógi. Þá veitum við margbreytilegum formum birtu- og skuggaflata á yfirborði hlutanna litla athygli en þegar við erum að teikna þá er mikilvægt taka eftir birtu- og skuggaflötum, jafn mikilvægt og að taka eftir útlínum þeirra. Birtu- og skuggafletir gefa þrívíða lögun fyrirmynda okkar til kynna. Hvað er birtuflötur, skuggaflötur, kastskuggi og endurkastbirta, mjúk skil og skörp skil? Kennari setur kúlu á hvítt undirlag og beinir lampa- ljósi að henni úr um það bil 25 cm fjarlægð. Hann bendir nemendum á eftirfarandi þætti sem eru ávallt til staðar þegar ljós fellur úr einni átt á þrívíðan hlut og biður þá að píra augun til að sjá þá betur. 1. Birtufletir eru þeir hlutar yfirborðsins sem snúa að ljósinu og eru bjartastir næst ljósuppsprettunni. 2. Skuggafletir eru þeir hlutar sem snúa frá ljósinu og eru dekkstir þar sem ljósið nær ekki til. 3. Mismunandi tónar segja til um ljósmagn, allt frá dekksta skuggatón að bjartasta birtutón. Ótal gráir tónar eru þar á milli. 4. Kastskuggi er sá skuggi sem varpast af kúlunni á undirlagið. 5. Endurkastbirta er birta sem undirlagið kastar upp á kúluna, neðst á skugga- flöt þess ef ljósið er ofan frá. Hún er ekki eins ljós og bjartasti birtuflöturinn en ljósari en dekksti skugginn. Kennari beinir lampaljósinu að kúlunni úr annarri átt og bendir nemendum á sömu þætti og getur endurtekið leikinn úr fleiri áttum og með önnur grunnform. Mynd 3.1.3 Ljós fellur á kúlu úr ýmsum áttum. Alls staðar má sjá birtuflöt, skuggaflöt, endurkastsbirtu, kastskugga, mismunandi tóna og mjúk eða skörp skil á milli þeirra. Mynd 3.1.2 Gustave Courbet, 1848-1849, sjálfsmynd, olía á striga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=