Ég sé með teikningu

76 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Gagnlegt er að leggja þetta verkefni oft fyrir nemendur, nota mismunandi fyrirmyndir og mismunandi hluta úr kveikju hverju sinni. Skiptir birta í teikningum máli? Já, því mismunandi stemning skapast eftir því hvaðan ljós fellur á fyrirmyndir. Hún verður til dæmis frekar óhugguleg ef ljósi er beint að andliti neðan frá. Mismunandi stemning skapast einnig með ólíkum ljósgjöfum. Hún verður mjúk í dreifðri birtu, eins og utandyra í skýjuðu veðri en skörp í ljósi frá kastara. Sjá mynd 3.1.1. Mynd 3.1.1 Mismunandi stemning fæst eftir því hvaðan ljósi er beint að fyrirmynd. Hvernig ljós beinist að fyrirmyndum okkar hefur því mikil áhrif á teikningarnar sem við gerum. Efni, áhöld og aðferðir sem við notum til að teikna birtu- og skuggafleti, hafa líka sín áhrif. Hvernig getum við vitað hvernig birtu- og skuggafletir eru í laginu? Ljós fellur undantekningalaust rökrétt á hluti, á þeim hluta yfirborðs þeirra sem snýr að ljósinu er birta en á þeim hluta yfirborðsins sem snýr frá ljósinu er skuggi. Góð þekking og skilningur á því hvernig ljós fellur á grunnform getur verið gagnleg í teikn- ingu eftir fyrirmynd því flestir hlutir eru einhverskonar samsetning þeirra. Samt sem áður er mikilvægast að rannsaka fyrirmyndirnar með eigin augum því lögun birtu- og skuggaflata getur verið svo margbreytileg og oftast er mjög erfitt að geta sér til um hana fyrir fram. Skuggaflöturinn undir nefinu á sjálfsmynd Gustaves Courbets á mynd 3.1.2, minnir til dæmis lítið á nef en það er samt sem áður lögun hans sem gefur þrívíða lögun nefsins til kynna. KVEIKJA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=