Ég sé með teikningu

3. KAFLI | BIRTA 75 BIRTU- OG SKUGGAFLETIR STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að lögun og tónum birtu- og skugga­ flata, kastskugga, endurkastbirtu og mjúkum og skörpum skilum þar á milli á grunnformum og fleiri fyrirmyndum og yfirfæra á teikniflöt. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 3 1 Skörp skil : Þegar ljós fellur á yfir- borð sem skiptir snöggt um stefnu, eins og á kassa, skapast skörp skil því yfirborðið breytir snöggt um stefnu svo ljósið nær ekki til þess. Endurkastbirta : Birta sem endur­ kastast á hlut, af því sem hann stendur á eða við. Tónn : Tónn lýsir ljósmagni. Tónar eru ljósir í birtu en dökkir í skugga. Tónar geta verið allt frá hvítu að svörtu, þar á milli eru ótal gráir tónar. • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökunum birtuflötur, skuggaflötur, tónn, kastskuggi, endurkastbirta, mjúk skil og skörp skil • eftirtekt nemenda eftir mismunandi lögun og tónum birtu- og skuggaflata á grunnformum, kastskugga, endurkast- birtu og skörpum og mjúkum skilum þar á milli • leikni nemenda í að yfirfæra á teikni- flöt mismunandi lögun og tóna birtu- og skuggaflata á grunnformum, kast- skugga, endurkastbirtu og skörp og mjúk skil þar á milli • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju og gera tilraunir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig Einfölduð útgáfa verkefnisins getur hentað yngsta stigi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=