Ég sé með teikningu
2. KAFLI | HREYFING 73 Mynd 2.7.4 Blýantsteikning nítján nemenda, hver um sig teiknar eftir einum hluta úr mynd af Notre Dame. Mynd 2.7.5 Nemendur að störfum. • Útfærsla 4 : Kennari getur prófað að afhenda hverjum nemanda hluta úr mynd. Hver nemandi teiknar eftir sínum hluta en þeim er síðan öllum raðað saman í uppi á vegg, sjá mynd 2.7.4. Gagnlegt getur verið að nota verk úr listasögu sem fyrirmynd. • Útfærsla 5 : Nemendur standa við stórt blað með sömu fyrirmynd en mismunandi teikni- áhöld. Þeir teikna í smá stund og færa sig svo fram um einn stað en áhaldið fram um tvo. Halda áfram þar til allir hafa farið hringinn og prófað sem flest áhöld. Sjá mynd 2.7.5. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað einkennir þessar teikningar? • Kemur ólík línuskrift eða stíll fram? • Hvaða áhrif hefur það á teikninguna að margir hafa teiknað hana? Hefði hún orðið öðruvísi ef einn nemandi hefði teiknað? Eða ef einhverja línuskrift hefði vantað? Hvernig? • Gengur að nota mismunandi línuskrift í sömu teikningu? Útskýrið. • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=