Ég sé með teikningu

72 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Mynd 2.7.2 Samvinnuteikning tíu nemenda með kolum og þurrkrít. Mynd 2.7.3 Samvinnuteikning fimmtán nemenda, með ýmsum teikniáhöldum. VERKEFNIÐ • Nemendur standa við trönur eða sitja við borð og teikna eftir fyrirmynd í 3-4 mín- útur. Skipt er um fyrirmynd eða hún hreyfð til, nemendur flytja sig að næstu trönum eða borði og teikna á þá teikningu sem þar er fyrir. Þetta er endurtekið þar til allir hafa teiknað á allar teikningar. • Nemendur eiga þá mynd sem þeir teiknuðu á síðast. Þeir geta jafnvel haldið áfram að vinna í þá teikningu, lita fleti, skerpa á línum eða bæta við því sem þeim finnst hæfa, sjá mynd 2.7.2. • Nemendur skoða teikning- arnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að vera kyrrir en látið teikningarnar ganga til næsta manns. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að skiptast á teikningum við hvern sem er og þannig er haldið áfram þar til allir hafa teiknað á allar teikningar. Mögulega teikna einhverjir tvisvar á einhverjar. Þetta er einskonar leikur sem kallar á samvinnu og samtal þegar teikningarnar ganga á milli nemenda. Ef þessi háttur er hafður á er gagnlegt að hver nemandi hafi sinn lit. • Útfærsla 3 : Nemendur geta prófað að hafa sömu fyrirmynd allan tímann. Fyrst eru þeir beðnir að „hvísla“ á teikniflötinn, eða teikna afar laust í 2–3 mínútur. Þeir flytja sig að næstu teikningu og halda áfram að teikna sömu fyrirmynd ofan í þá teikningu sem er fyrir, bæta við það sem sá sem á undan var byrjaði á. Svona er haldið áfram koll af kolli þar til allir eiga einhvern hlut í öllum teikningum. Smám saman eftir því sem fleiri hafa teiknað í hverja mynd mega nem- endur hætta að hvísla og teikna fastar og ákveðnar. Fjölbreytilegastur afrakstur fæst ef margskonar teikniáhöld eru valin, sjá mynd 2.7.3.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=