Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 71 Eru teikningar alltaf eftir einn teiknara? Hvað haldið þið um þessa mynd? Stundum koma mismunandi listamenn að einni og sömu teikningu, sérstaklega þegar um myndasögur er að ræða. Í myndasögum er ákveðin færibandavinna unnin þar sem einn teiknar upp söguna með blýanti, annar tekur við og gerir útlínur með bleki og sá þriðji litar alla söguna. Í lokin teiknar sá fjórði allar talblöðrur og leturtýpur. Í teiknimyndum er algengt að þeir sem hanna persónur geri tvær til þrjár teikningar af henni, eina á hlið, eina beint framan á og síðan eina eða fleiri sem sýna karakterinn í einhverri stellingu. Þeir sem móta persónuna í þrívíddarforriti nota þessar teikningar síðan sem grunn. Hönnuðurinn og teiknarinn Gunnar Karlsson vinnur stundum á þann hátt en fyrir aðalpersónur mótar hann þá beint í þrívíddarforriti. Tæknimenn taka síðan við og bæta við hári, áferð og litum eftir hans leiðsögn. Gunnar hannaði allar persónurnar í kvikmyndinni Lói litli, sjá mynd 2.7.1 en hjá stærri erlendum fyrir- tækjum koma fleiri að hverri teiknimynd. Við erum ekki endilega vön því að teikna í samvinnu við aðra en það opnar spennandi möguleika. Ólíkir teiknistílar í sömu teikningu geta einnig gefið mjög áhugaverða heildarmynd. KVEIKJA Mynd 2.7.1 Teiknimyndapersónur úr kvikmyndinni Lói litli. LEITARORÐ Animation behind the scenes myndasaga | comic strip EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir, s.s. nemendur til skiptis, myndastyttur, hauskúpur, uppstoppuð dýr, ávextir, grænmeti, katlar, könnur, blóm í vasa eða potti eða annað. • Margskonar þurr og blaut teikniáhöld í ýmsum litum. • Margskonar pappír, að minnsta kosti af stærðinni A3. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=