Ég sé með teikningu
INNGANGUR 7 Teikniáhöld, efni og pappír Hentug teikniáhöld, efni og pappír eru einnig gefin upp í þættinum Efni og áhöld í hverju verkefni. Kennari getur þó oftast valið eitthvað annað eða boðið nemendum að velja í tengslum við eigin hugmyndir og áhuga. Þekkingu um efni og áhöld og beitingu þeirra er miðlað í nokkrum verkefnum en yfirleitt er gengið út frá því að kennari flétti slíku inn í verkefnavinnu nemenda eftir þörfum. Gefin er upp hentug mýkt blýanta, þar sem það á við, frá 2H-8B en mögulegt er að velja aðrar mýktir. H táknar hart og B mjúkt. HB blýantur gefur kost á bæði ljósum og dökkum tónum. Eftir því sem talan verður hærri fyrir framan B gefur blýanturinn mýkri línu og dekkri tón og eftir því sem hún verður hærri fyrir framan H gefur hann harðari línu og ljósari tón. Gefin er upp hentug þyngd og litur á pappír en mögulegt er að velja annað eftir hentug- leikum. Þegar talað er um þyngd pappírs er átt við þyngd arkar sem er einn fermetri að flatarmáli. Oftast er hentugast að teikna á 120 gr. pappír eða þyngri en um að gera að prófa sem flest. Æskilegt er að eftirfarandi efni og áhöld séu tiltæk: Pappír • hvítur pappír, A4-A1,120–200 gr • grár og svartur pappír, 120–200 gr • pappír í margskonar litum • skissubækur með gormum og hörðum spjöldum • pappír með margskonar áferð, pastelpappír, maskínupappír, gegnsær, grófur, fínn, þunnur, þykkur, sandpappír … Mynd 0.3 Teikniáhöld og fleira
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=