Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 69 Renee French – Leitarorð: Renee French Artist Interview 200 gr. pappír með grófri áferð er notaður og mjúkir blýantar (2B) fyrir ljósustu svæðin og smám saman dekkri allt niður í 8B fyrir þau dekkstu. Blýöntunum er beitt á hlið og þeir hreyfðir hægt, laust og varfærnislega yfir teikniflötinn. Á ljósum svæðum eru fáar umferðir farnar og fleiri eftir því sem þau eru dekkri. Vel er dreift úr efninu með strokvöndli, tusku eða fingrum svo engin skörp skil sjáist. Einnig má bera grafít- eða koladuft á pappírinn með tusku, strokvöndli eða fingrum. Mjög litlu magni er dreift varfærnislega á ljósa fleti, meira sett á dökka, jafnvel nokkur lög. Þrýsta má hnoðleðri endurtekið á teikniflötinn til að lýsa og fá fram áferð. Einnig má beita grafítdufti og blýöntum samhliða. Rán Flygering – Leitarorð: Rán Flygering fuglar Haldið frekar aftarlega og laust á meðalbreiðum filtpenna og hann dreginn nokkuð hratt og óslitið. Nokkrir fletir málaðir með vatnslit. Sesshū Tōyō – Leitarorð: Sesshū Tōyō artworks 200 gr. pappír er notaður, tvær breiddir af penslum með oddi og blek. Í undirlagi er mjög þynntu bleki dreift yfir teikniflöt- inn með tusku eða breiðum pensli. Þegar það er næstum orðið þurrt er tréð teiknað með minna þynntu bleki og breiðum pensli og síðan óblönduðu bleki og fínum. Haldið er aftarlega og laust á penslunum og þeir hreyfðir hratt, létt og laust. VERKEFNIÐ • Nemendur velja tvö til þrjú stíldæmi, helst sem ólíkust þeirra eigin stíl. Þeir líkja eftir aðferðum listamannanna með viðkomandi efnum og áhöldum. • Nemendur einbeita sér að því að líkja eftir línuskrift listamannanna frekar en mynd- efninu, einbeita sér að því hvernig þeir hreyfa teikniáhöldin. Aðferðin skiptir meira máli en afraksturinn. • Nemendur byrja á einni og einni línu og halda áfram að teikna þar til þeir hafa fengið tilfinningu fyrir hreyfingunni. Þeir gætu þurft að gera nokkrar prufur. Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla : Nemendur geta prófað að líkja eftir ákveðnu stíldæmi en notað eigin þrí- víða fyrirmynd. Mynd 2.6.4 Líkt eftir stíl Sesshū Tōyōs. Mynd 2.6.5 Líkt eftir stíl Morandis og eigin þrívíð fyrirmynd notuð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=