Ég sé með teikningu

68 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Mynd 2.6.3 Líkt eftir stíl Rembrandts. Mynd 2.6.2 Líkt eftir stíl Picassos. Vel þynntu lagi af efninu er dreift mjúklega og nokkuð jafnt yfir pappírinn með pensli eða tusku. Á sumum stöðum má skvetta svolítið og öðrum þerra með tusku. Þetta er látið þorna. Síðan er haldið aftarlega og laust á penslinum, bleytt mjög vel í honum með lítið þynntu bleki og hann hreyfður hægt og rólega en frjálslega yfir teikniflötinn, blekinu leyft að renna til og flæða um. Kathe Kollwitz – Leitarorð: Kathe Kollwitz self portrait Pappír með áferð er notaður. Kolabút er beitt flötum á teikniflötinn og hann hreyfður mjúk- lega og laust. Dreift er úr efninu með fingrum, strokvöndli eða tusku á sumum stöðum en á öðrum er endanum á kolinu beitt til þess að skerpa á. Nota má strokleður eða hnoðleður á björtustu svæðin í lokin. Georgio Morandi – Leitarorð: Georgio Morandi Still life drawings Hluti úr mynd er valinn því aðferðin tekur langan tíma. Sléttur pappír er notaður og fínn tússlitur eða penni. Teikniáhaldið er hreyft með snöggum, beinum, útreiknuðum og endur- teknum hreyfingum. Margar þéttar og örlítið breiðari línur eru dregnar á dökkum svæðum og í mörgum lögum en færri, gisnari og fínlegri línur á ljósum. Julie Merethu – Leitarorð: Julie Merethu A Painting in Four Parts Hluti úr mynd er valinn því aðferðin tekur langan tíma. Í undirlag er frekar harður blýantur (H2-HB) notaður eða mjög fínn tússpenni. Beinar línur eru dregnar hægt og útreiknað og reglustika notuð. Ofan á það eru misbreiðir penslar með grófum hárum notaðir og þynnt blek eða kol. Mesta bleytan er þurrkuð úr penslinum með tusku. Teikniáhaldið er hreyft laust, létt, snöggt og endurtekið yfir teikniflötinn. Einnig er dekkra blek notað eða koli beitt fastar. Nokkrum lögum má bæta við með kolum og/eða bleki. Picasso – Leitarorð: Picasso Head of a Woman drawing Haldið er laust og aftarlega á fínum filtpenna og óslitin lína dregin, viðstöðulaust, frekar hratt og ákveðið. Rembrandt van Rijn – Leitarorð: Rembrandt Two Women Teaching a Child to Walk Haldið er laust og aftarlega á mjúkum blýanti eða krít. Teikni- áhaldið er hreyft yfir pappír með smá áferð, með mjög hröðum og flæðandi hreyfingum. Rembrandt van Rijn – Leitarorð: Rembrandt Lion Resting 200 gr. pappír er notaður, tvær breiddir af penslummeð oddi og blek. Haldið er mjög laust og aftarlega á pensl- unum. Pensilstrokurnar eru hraðar, fáar og ákveðnar en léttar og flæðandi. Báðir penslarnir eru notaðir í útlínur og makka og óþynnt blek en breiðari pensillinn og þynnra blek á svæðin innan um.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=