Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 67 Gemma Anderson – Leitarorð: Gemma Anderson Hluti úr teikningu er valinn. Haldið er framarlega á fínum penna og teiknað hægt, rólega og nokkurn veginn óslitið. Lauren Child – Leitarorð: Lauren Child Charlie Lola Lotta Útlínur dregnar óslitið og ákveðið með meðalbreiðum filtpenna. Fleti má fylla með trélit, vatnslit og/eða úrklippum úr efnum eða tímaritum. Edgar Dega s – Leitarorð: Edgar Degas the song of the dog (blýantsteikning) Grannt kol eða mjúkur blýantur (6B-8B) er notaður. Teikniáhaldinu er beitt hratt, fast, ákveðið og endurtekið. Það er dregið í átt að teiknaranum eða fram og til baka. Albrecht Dürer – Leitarorð: Albrecht Dürer Hare Hluti úr myndinni er valinn því aðferðin tekur langan tíma. Teikninguna má hvort sem er vinna í lit eða svart hvítu. Undirlag er málað með þynntu bleki eða vatnslit. Ofan á það eru línur dregnar með mjög fínum pensli. Einnig má nota HB blýant eða tréliti. Hreyfing handarinnar er hæg og henni er stjórnað af nákvæmni. Fínlegar, sveigðar línur eru dregnar endurtekið, oftast stuttar. Elín Elísabet Einarsdóttir – Sjá mynd 2.6.1 Haldið er laust á mjúkum blýanti og hann dreginn laust og óslitið. Fletir málaðir með vatns- lit. Vincent van Gogh – Leitarorð: Van Gogh Cypresses drawing 200 gr. pappír er notaður. Haldið er laust og frekar aftarlega á fínum pensli með oddi. Hann er hreyfður með flæðandi, stöðugum og frekar hröðum hringhreyfingum. Ýtt er mismun- andi mikið á pensilinn til að fá fram misbreiðar línur eða tvær penslastærðir notaðar. Mis- mikið þynnt blek er notað til að fá fram misdökka tóna. Halldór Baldursson – Sjá mynd 2.6.1 Haldið er aftarlega og laust á sjálfblekungi og teiknað frekar hratt, stundum fast og stundum laust. Keith Haring – Leitarorð: Keith Haring black and white Teikningar Keiths Haring eru oft mjög stórar, jafnvel nokkrir metrar á kant en það má nota maskínupappír (1x1 m), blek og mjög breiðan pensil til að líkja eftir línunum. Einnig má nota pappír af stærðinni A4 og mjög breiðan tússlit með flötum enda. Teikniáhaldið er hreyft hægt en ákveðið. Einnig má líma svart límband á hvítan pappír. Hugleikur Dagsson – Sjá mynd 2.6.1 Filtpenni, frekar breiður, dreginn rólega en ákveðið. Victor Hugo – Leitarorð: Victor Hugo drawings 200 gr. pappír er notaður, blek eða kaffi og mjög breiður, mjúkur pensill, helst með oddi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=