Ég sé með teikningu

66 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 blýanti, kolum eða þurrkrít mýkri og hverfulli. Með því að hreyfa teikniáhaldið hratt verða línurnar kraftmiklar en viðkvæmar ef við gerum það hægt. Möguleikarnir á mismunandi afrakstri eru því miklir allt eftir því hvaða efni og áhöld við ákveðum að nota og með hvaða aðferðum við beitum þeim. Segja má að með þeim ákvörðunum skapi hver og einn teiknari sér persónulega línuskrift eða stíl. Teiknari getur talist vera með kraftmikinn og frjálslegan stíl eða fínlegan og nákvæman til dæmis. Verk Dürers og Rembrandts á mynd 2.5.1 eru dæmi um ólíkan teiknistíl tveggja listamanna og á mynd 2.6.1 má sjá ólíkan teiknistíl þriggja íslenskra teiknara. Aðrir þættir hafa líka áhrif á stíl eins og val teiknara á viðfangsefni og sjónarhorn hans á það. Teikningar geta jafnvel sagt okkur meira um hugarfar teiknarans eða skilning hans á viðfangsefn- inu en um viðfangsefnið sjálft. Gagnlegt getur verið að setja sig í spor ýmissa myndlistarmanna og líkja eftir teiknistíl þeirra með því að prófa að nota sömu efni áhöld og aðferðir og þeir hafa gert. Þannig getum við bætt í reynslubanka okkar, sem við getum svo leitað í ef við viljum ná ein- hverju ákveðnu fram í okkar eigin teikningum. Einhverjum kann að finnast að það megi ekki „herma“ eftir öðrum á þennan hátt, að það sé ekki nægjanlega skapandi eða að það geti komið í veg fyrir að við öðlumst eigin stíl. Slíkar vangaveltur eru óþarfar vegna þess að teiknistíll hvers teiknara brýst alltaf fram líkt og gróður sem brýtur sér leið í gegnum malbik og það getur verið mjög gaman að fylgjast með því gerist. Ef við höfum kynnt okkur stíl annarra teiknara höfum við úr fleiri efnum, áhöldum og aðferðum að velja sem við getum síðan þróað og mótað okkar eigin stíl út frá. Kennari sýnir nemendum mismunandi stíldæmi og þau efni, áhöld og aðferðir sem notuð eru í hverju þeirra. Hann velur úr eftir þörfum og því sem hentar aldursstigi og getur bætt við eftir því sem líður á verkefnið. LEITARORÐ Gemma Anderson | Albrecht Dürer Hare | Renee French Artist Interview Keith Haring black and white | Kathe Kollwitz self portrait Picasso Head of a Woman drawing | Georgio Morandi Still life drawings Rembrandt Two Women Teaching a Child to Walk | Rembrandt Lion Resting Julie Merethu A Painting in Four Parts, Van Gogh Cypresses drawing Í pinterestmöppu: Edgar Degas; Kona á bar | Victor Hugo; Drættir EFNI OG ÁHOLD • Teikningar listamanna með ólíkan stíl. Sjá hér á eftir. • Þar sem pappír er ekki nefndur sérstaklega má nota hvítan 120 gr. pappír af stærð- inni A3. • Mismunandi stíldæmi: ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=