Ég sé með teikningu

64 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 SAMRÆÐUSPURNINGAR EFTIR AÐ FJÓRAR FYRSTU TEIKNING ARNAR HAFA VERIÐ UNNAR • Hvernig gekk að ná stjórn á teikniáhöldunum og líkja eftir fyrirmyndinni með hverju áhaldi fyrir sig? Funduð þið fyrir hreyfingu handarinnar í teikniferlinu? • Gátuð þið teiknað á sannfærandi hátt eftir fyrirmynd með lengstu teikniáhöld- unum? Ef svo er, kom það á óvart? • Var einhver munur á að standa langt eða stutt frá teiknifletinum? Var mismun- andi stjórn á teikniáhaldi? Útskýrið? • Hvað einkennir teikningarnar sem unnar eru með lengsta áhaldinu? En því stysta? • Er hægt að sjá á teikningunum hvaða áhaldi var beitt? • Hvaða teikning líkist teikningu Rembrandts mest? En Dürers? Hvers vegna? • Geta einhverjar af þessum fjórum teikningum talist fullkláraðar? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? • Þarf teikning að líkjast fyrirmynd til að teljast góð teikning? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? Getur gildi hennar falist í einhverju öðru? Hverju? SAMRÆÐUSPURNINGAR EFTIR AÐ LAGSKIPT TEIKNING HEFUR VERIÐ UNNIN • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvað einkennir teikningarnar? • Komið þið auga á dýpt? Hvar? Komið þið auga á lifandi áferð? Hvar? • Hvað gerir hvert teikniáhald fyrir heildarmyndina? Skemmir það fyrir eða bætir það teikninguna? Útskýrið. • Eru teikningarnar áhugaverðar eða ekki? Hvað gerir það að verkum? • Hvað vekur áhuga áhorfanda á teikningu? Hverju tekur hann eftir fyrst? Hvað vill hann skoða lengi? • Þarf öll teikningin að vera jafn skörp? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? • Teiknum við hluti eða myndir? Er teikning af hlut það sama og hluturinn? • Er gagnlegt að teikna eftir fyrirmynd þó teikning líkist henni ekki? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=