Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 63 Mynd 2.5.3 Teiknað eftir lauk, t.v. með blýanti sem festur er á 80 cm langt prik, fyrir miðju á 30 cm langt prik og t.h. í fjórum lögum fyrst með lengra prikinu, næst með því styttra, því næst með blýanti sem haldið er aftast á og síðast með blýanti sem haldið er á fremst. 3. teikning : Leikurinn er endurtekinn en nú halda nemendur aftast á HB blýantinum með endann á honum inni í lófanum. 4. teikning : Nú halda nemendur fremst á HB blýantinum á sama hátt og þegar þeir skrifa. • Nemendur skoða allar teikningarnar og ræða saman. Ef verkefnið er unnið með unglingastigi er fimmta teikningin unnin: 5. teikning : Nemendur endurtaka allt ferlið frá teikningu 1-4 nema nú teikna þeir allan tímann eftir sömu fyrirmynd, í sömu teikningu. Þegar þeir skipta um áhald færa þeir teikniflötinn nær sér en standa á sama stað á gólfinu, þannig að sjónarhorn þeirra á fyrirmyndina breytist ekki. • Þegar nemendur teikna með lengra prikinu staðsetja þeir meginform og skapa grunnáferð en skerpa svo smám saman meira á teikningunni í hverju lagi eftir því sem þeir ná meiri stjórn á teikniáhaldinu. Þeir geta ímyndað sér að þeir séu að skrúfa upp fókus á myndavél. Þegar þeir teikna með stysta áhaldinu geta þeir valið hluta af teikningunni til að vinna mjög nákvæmlega. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=