Ég sé með teikningu

62 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 LEITARORÐ drawing with a stick Matisse drawing with a stick Albrecht Dürer Hare Rembrandt van Rijn Elephant Mynd 2.5.2 Teiknað með blýanti sem er festur á 30 cm langt prik við trönur og spjald. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir, s.s. uppstoppuð dýr, myndastyttur, beinagrind, haus- kúpur, ávextir, grænmeti, blóm í vasa eða potti, leirtau, leikföng eða annað. • Myndir af teikningum Rembrands af fíl og Dürers af héra. • Trönur eða spjöld sem reist eru upp við stólbak, af stærðinni A3 eða stærri. • Blýantar (6B-8B) límdir með límbandi fremst á 80 cm löng og 5 mm þykk prik. • Blýantar (2B) festir á 30 cm löng og 5 mm þykk prik. • Blýantar (HB). • Pappír af stærðinni A2 á trönum og A3 eða stærri á spjöldum. VERKEFNIÐ • Nemendur gera fjórar teikningar og fá 4-5 mínútur fyrir hverja. Áður en byrjað er á nýrri teikningu er skipt um fyrirmynd eða hún færð til. 1. teikning : Nemendur festa pappír á trönur eða spjald reist upp við stólbak. Þeir halda aftast á lengra prikinu með endann á því inni í lófanum og standa með útréttan hand- legg það langt frá teiknifletinum að blýantsoddurinn rétt snerti pappírinn. Þeir teikna eftir fyrirmynd, leita leiða til að ná stjórn á hreyfingu teikniáhaldsins á pappírnum og hreyfa það í samræmi við það sem þeir sjá. Þeir geta dregið það, ýtt, eða pikkað og endurtekið línur og punkta eftir þörfum. Nemendur leitast við að líkja eins nákvæm- lega og þeir geta eftir fyrirmyndinni þó þeir nái kannski ekki að gefa annað til kynna en það svæði sem fyrirmyndin tekur yfir. 2. teikning : Nemendur endurtaka leikinn með styttra prikinu. Nú standa þeir aðeins nær teiknifletinum, hafa örlítið meiri stjórn á teikniáhaldinu og geta líkt örlítið nákvæmar eftir fyrirmynd. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=