Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 61 KVEIKJA Hvernig haldið þið á blýanti þegar þið skrifið? En þegar þið teiknið? Þurfum við að halda eins á blýanti þegar við skrifum og teiknum? Við erum vön því að skrifa með blýanti og höldum á honum á ákveðinn hátt en við þurfum ekki endilega að halda eins á teikniáhaldi, það eru til fleiri leiðir. Þegar við erum að skrifa hreyfum við skriffærið með úlnlið og fingrum og það er vel hægt að teikna á þann hátt en það er líka hægt að hreyfa teikniáhaldið með öllum handleggnum, jafnvel með munninum eða tánum. Teikniáhöldin geta verið mjög mismunandi að stærð og lengd, jafnvel metri á lengd. Teikniáhaldið sem við notum og aðferðin sem við notum til að hreyfa það hefur áhrif á hvernig línur verða til. Ef við höldum aftast á blýanti eða límum hann framan á prik sem er metri að lengd, höfum við litla stjórn á teikniáhaldinu og þurfum að einbeita okkur sérstaklega að því að hreyfa það. Það getur einmitt hjálpað okkur til að halda einbeitingu og fylgja sjónskynj- uninni eftir þegar við teiknum eftir fyrirmynd. Við getum ekki einbeitt okkur eins mikið að því að velta afrakstrinum fyrir okkur. Oft náum við að lýsa formum fyrirmyndar mjög vel á þennan hátt. Stjórn á teikniáhaldi skiptir nefnilega ekki mestu máli í teikningu eftir fyrirmynd heldur að fylgja sjónskynjuninni eftir. Ef við erum að nota teikniáhald sem er metri að lengd, búumst við ekki við að það sé mögulegt að ná sannfærandi eftirmynd af fyrirmynd svo of miklar væntingar um afrakstur eru þá ekki að trufla, sjá Kveikju – Með vinstri hönd í verkefni 2.2. Með mislöngum teikniáhöldum og mismunandi aðferðum til að hreyfa þau getum við enn fremur fengið fram fjölbreytilegar, lifandi og stundum kraftmiklar línur sem gera teikningarnar áhugaverðar þess vegna. Eftirfarandi atriðum er fléttað inn í samræður eftir að verkefnið hefur verið unnið og teikningar Dürers og Rembrandts hafðar til hliðsjónar: Albrecht Dürer og Rembrandt van Rijn hafa hreyft teikniáhöldin sem þeir notuðu við gerð verkanna á mynd 2.5.1 á mjög ólíka vegu. Dürer hefur gert það hægt og nákvæm- lega. Hann lýsir mjúkum feldi hérans á þann hátt, jafnvel hverju veiðihári. Rembrandt hefur hins vegar hreyft teikniáhaldið hratt og frjálslega til þess að lýsa hrukkóttri húð fílsins. Þó aðferðirnar séu ólíkar og teikningarnar að sama skapi, lýsa báðar fyrirmynd- unum á sannfærandi hátt. Hvor um sig segir ákveðinn sannleika um þær. Mynd 2.5.1 T.v. Albrecht Dürer, 1502, „Ungur héri“, vatns- og gouache-litur á pappír, t.h. Rembrandt van Rijn, 1637, „Fíll“, svartkrít og kol á pappír, .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=