Ég sé með teikningu

60 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 VERK EFNI 2 5 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig • tengsl milli sjónskynjunar og hreyfingar eftirtekt nemenda eftir hreyfingu hand- arinnar þegar þeir teikna • tengsl milli sjónskynjunar og hreyfingar handa nemenda þegar þeir teikna • leikni nemenda í að teikna án þess að velta fyrir sér afrakstri • leikni nemenda í að teikna án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • þekkingu og skilning nemenda á mis- munandi aðferðum við beitingu teikni- áhalds og áhrifum þess á afrakstur • þekkingu og skilning nemenda á mis- munandi línuskrift í teikningu • leikni nemenda í að skapa dýpt og lifandi áferð með lagskiptri teikningu • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna og gera til- raunir út frá kveikju • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum .. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að yfirfæra sjónræna eiginleika fyrirmyndarinnar á teikniflötinn? • Hvaða aðferð beittuð þið til að vinna verkefnið? Hvernig náðuð þið í sjónrænar upplýsingar? Hvernig yfirfærðuð þið þær á teikniflötinn? • Horfðuð þið og dróguð línur á sama tíma eða geymduð þið sjónrænar upplýs- ingar í huganum í augnablik áður en þið dróguð línur? • Hafði tónlistin áhrif á teikniferlið? Hvaða áhrif? • Gefa teikningarnar eða hlutar þeirra sannfærandi mynd af fyrirmynd? Þurfa þær að gera það? Gefa þær hreyfingu fyrirmyndarinnar til kynna? Hvar helst? FRAMLENGD HOND STUTT LÝSING Nemendur efla tengslin milli sjónskynjunar og hreyfingar handar og kynnast mismunandi línuskrift og áferð með því að teikna með mislöngum teikniáhöldum. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=