Ég sé með teikningu
6 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Hér má sjá hvaða hæfniviðmið sjónlista og sameiginleg hæfniviðmið list- og verkgreina aðalnámskrár grunnskóla eiga við námsefnið. Markmið kafla og verkefna ásamt hæfnivið- miðum gefa hugmyndir um til hvers er ætlast af nemendum og segja til um hvaða þekkingu, leikni og hæfni þeir eiga að geta sýnt eftir að hafa lokið við verkefnin í námsefninu. Til að meta hve vel nemendur hafa tileinkað sér þá hæfni sem að var stefnt í verkefnavinnunni geta kennarar skráð upplýsingar hér . EFNI OG ÁHOLD Fyrirmyndir Hentugar fyrirmyndir fyrir hvert verkefni eru gefnar upp í þættinum efni og áhöld. Mis- munandi getur verið eftir verkefnum hvers konar fyrirmyndir eru gagnlegastar. Í sumum verkefnum er gott að nota fyrirmyndir sem líkjast grunnformum, í öðrum verkefnum fyrir- myndir með útlit sem ekki er hægt að vita fyrir fram hvert er og í því þriðja fyrirmyndir með mismunandi áferð. Kennari getur valið að nota aðrar fyrirmyndir en gefnar eru upp ef honum sýnist svo. Hann ætti að leitast við að velja fyrirmyndir sem vekja áhuga nemenda til viðbótar við að þær hafi viðeigandi útlit, stærð, lögun eða áferð fyrir viðkomandi nálgun að teikningunni. Þegar mannslíkaminn er viðfangsefið má biðja nemendur að sitja fyrir til skiptis, einnig má nýta höggmyndir eða tvívíðar fyrirmyndir. Þrívíðar fyrirmyndir reyna meira á teiknihæfni nemenda og ætti að leitast við að nota þær þar sem því er við komið. Æskilegt er að hafa úr margskonar fyrirmyndum að moða, til dæmis má nota: kúlur, keilur, sívalninga, kassa ávexti, grænmeti dauðar flugur, köngulær, fiðrildi, poppkorn, hnetur, rúsínur framandi vélarhluta, rafeindavarahluti, ókunnugleg verkfæri rekaviðardrumba, trjágreinabúta, köngla, skeljar, steinvölur, laufblöð beinagrind, hauskúpur, bein leirtau, vasa, könnur, flöskur, katla, potta blóm í vasa eða potti, uppstoppuð dýr, myndastyttur bækur, leikföng, bíla, tuskudýr, plastdýr, taflmenn, ritföng, tvinnakefli, garnhankir, tappa, vettlinga, skó, bursta Mynd 0.2 Safn fyrirmynda ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=