Ég sé með teikningu
2. KAFLI | HREYFING 59 KVEIKJA Kennari sýnir nemendummyndbrot úr sjónvarpsþáttaröðinni Davincis Deamons eftir David S. Goyer. Þar er sviðsett hvernig Leonardo da Vinci teiknar eftir fuglum á flugi af mikilli einbeitingu. Teikningarnar í myndbrotinu eru fengnar úr skissubókum hans. LEITARORÐ Da Vinci´s Deamons animation Birds Mynd 2.4.1 Teiknað eftir mannslíkama á stöðugri hreyfingu, t.h. með koli og t.v. með blýanti. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir eru nemendur sem ganga í rólegheitum um gólf kennslustofunnar til skiptis, nemendur í frímínútum eða mat, fólk á kaffihúsi, fólk á íþrótta-, leiklistar- eða dansæfingu, bílaumferð, húsdýr úti á túni eða endur á tjörn. • Teikniáhöld að vild. • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A2 ef teiknað er inni í kennslustofu. Skissubók með gormum og harðri kápu eða pappír af stærðinni A3 sem tyllt er á spjald í sömu stærð ef farið er á vettvang. • Tónlist með viðstöðulausu flæði, til dæmis Canto Ostinato eftir Ten Holt. VERKEFNIÐ • Nemendur teikna eftir fyrirmyndum sem eru á hreyfingu og geta hlustað á tónlist á meðan. • Þeir horfa meira á fyrirmyndina en teikniflötinn og leita eigin leiða til að leysa verk- efnið. Þeir geta einbeitt sér að því að draga útlínur jafn óðum og þeir sjá þær eða lagt ákveðin meginatriði á minnið í augnablik eins og þau koma fyrir á ákveðnum tíma- punkti, s.s. útlínur eða hreyfingu, áður en þeir draga þau á teikniflötinn. Þeir raða teikningum á teikniflötinn að vild. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=