Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 57 ALDURSSTIG: Öll Mynd 2.3.5 Teiknað með blýanti eftir hillum með dóti á fjórum mínútum. TILBRIGDI TVO VID VERKEFNI 2 3 teikniáhaldinu og rétt snerta teikniflöt- inn með því, ekki með hendinni, nema kannski laust með litla fingri. • Nemendur fá 4-5 mínútur til þess að yfirfæra eins mikið af upplýsingum um fyrirmyndina og þeir geta, þeir stefna á að teikna útlínur allra hlutanna sem þeir sjá. • Þeir horfa meira á fyrirmyndina en teikniflötinn og einbeita sér að því að draga útlínurnar jafnóðum og þeir sjá þær. • Nemendur hugsa ekki um að gera „rétta“ teikningu, afraksturinn skiptir ekki máli heldur vinnuaðferðin. Þeir nota ekki mæliaðferðir né stroka út til að leið- rétta. Ef þeir vilja leiðrétta bæta þeir nýjum línum við þær sem fyrir eru. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. MYNDBAND STUTT LÝSING Nemendur efla tengslin milli sjónskynjunar og hreyfingar handar með því að teikna eftir hreyfimynd sem stöðvuð er í stutta stund í einu. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir eru tónlistarmyndbönd eða kvikmyndir, s.s. Her Morning Elegance með Orien Lavie. • Blek og mjúkir penslar eða önnur teikniáhöld að vild. • Vatn og diskur. • Maskínupappír rifinn í um það bil 30 cm breiðar lengjur eða annar pappír, að minnsta kosti af stærðinni A2. VERKEFNIÐ • Nemendur sitja við borð, halda aftarlega og laust á teikniáhaldi og styðja hendinni ekki við teikniflötinn nema í mesta lagi laust með litla fingri. Nemendur horfa á tón- listarmyndband eða hluta úr kvikmynd. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=