Ég sé með teikningu
56 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 TILBRIGDI EITT VID VERKEFNI 2 3 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig leystuð þið verkefnið að teikna mikið á stuttum tíma? Var það erfitt? Náðuð þið að skrá allt sem augun sáu? • Hugsuðuð þið um afraksturinn á meðan þið voruð að teikna eða náðuð þið að hvíla í teikniferlinu? Varð það auðveldara/erfiðara eftir því sem leið á? • Upplifðuð þið einhvern tíma að það væri erfitt að tala á meðan þið voruð að teikna? Varð á einhverjum tímapunkti þögn í kennslustofunni? Hvers vegna? • Getið þið bent á teikningar sem lýsa formum fyrirmyndar mjög vel? • Hvað einkennir línurnar í teikningunum? • Hvað er líkt og ólíkt með þessum teikningum og teikningum sem unnar eru á löngum tíma eins og í verkefni 1.4 eða 1.9? Útskýrið. • Hvort kemur meira af smáatriðum eða meginatriðum fram í teikningunum? Þarf hvort tveggja? Er hægt að gera góða teikningu á stuttum tíma? Hvað er góð teikn- ing? STUTT LÝSING Nemendur efla tengslin milli sjónskynjunar og hreyfingar handar með því að teikna allar útlínur margra hluta á takmörkuðum tíma. Verkefnið er tilvalið útiverkefni. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndin er staður með mikið af sjónrænum upplýsingum, s.s. trjám, blómum, húsum, gluggum, bílum og allskonar rusli og drasli eða hillum fullum af ólíkum hlutum og dóti. • Blýantar (HB-2B). • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A3. VERKEFNIÐ • Nemendur koma sér fyrir þannig að þeir sjái fyrirmyndina vel. Þeir standa við há borð eða trönur svo þeir geti hreyft allan handlegginn frjálst en ef aðstæður leyfa það ekki geta þeir líka haldið á spjaldi eða setið við borð. Þeir halda aftarlega og laust á TEIKNAÐ HRATT OG MIKIÐ ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=