Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 55 Mynd 2.3.3 Teiknað hratt eftir manns- líkama, t.v. á einni mínútu með koli og hægri hönd, t.h. á tveimur mínútum og vinstri hönd. Teiknarinn er rétt- hentur. • Þeir hafa bunka af pappír tiltækan eða vinna margar teikningar á stóran maskínupappír. • Kennari gefur nemendum ákveðinn tíma fyrir hverja teikningu, 1-4 mínútur, lengstan tíma til að byrja með en styttir hann smám saman. Hann segir þeim fyrir fram hver tíminn verður, lætur vita þegar tíminn er hálfnaður og telur jafnvel niður síðustu sekúndurnar. • Í hvert sinn sem byrjað er á nýrri teikningu er skipt um fyrirmynd eða hún færð til. • Nemendur leitast við að teikna allar útlínur fyrir- myndarinnar á þessum stutta tíma og yfirfæra eins mikið af upplýsingum um fyrirmynd og þeir geta. Þeir horfa meira á fyrirmyndina en teikniflötinn og einbeita sér að því að draga útlín- urnar jafn óðum og þeir sjá þær. • Nemendur þurfa ekki að hugsa um að gera „rétta“ teikningu, afraksturinn skiptir ekki máli heldur vinnuaðferðin. Þeir nota ekki mæliaðferðir og stroka ekki út til að leiðrétta. Ef þeir vilja leiðrétta bæta þeir nýjum línum við þær sem fyrir eru. • Nemendur gera 10-20 teikningar. Þeir skoða teikningarnar og ræða saman inn á milli og í lokin. • Útfærsla 1 : Kennari getur prófað að gefa nemendum mismunandi tíma fyrir hverja teikningu. Segir tímann jafnóðum, til dæmis 3 mínútur, síðan 1, því næst 4 o.s.frv. • Útfærsla 2 : Kennari getur prófað að gefa reyndum nemendum enn styttri tíma eða allt niður í 20 sekúndur. Mynd 2.3.4 Teiknað með blýanti eftir eigin fótum, t.v. á tíu mínútum, t.h. á einni mínútu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=