Ég sé með teikningu

54 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir, s.s. nemendur til skiptis, eigin fætur nemenda uppi á borði, uppstoppuð dýr, mynda- styttur, stólar, blóm í vasa eða potti, ávextir, grænmeti, leirtau, leikföng eða annað. • Klukka með niðurteljara. • Teikniáhöld að vild. • Pappír af stærðinni A4-A3 í miklu magni, s.s. teiknipappír, maskínupappír eða umbúðapappír. VERKEFNIÐ • Nemendur standa við há borð eða trönur svo þeir geti hreyft allan handlegginn frjálst. Þeir halda aftarlega og laust á teikniáhaldinu og rétt snerta teikniflötinn með því, ekki með hendinni, nema kannski laust með litla fingri. einu að horfa á fyrirmynd og draga línur samkvæmt því sem við sjáum. Við náum oft að lýsa formum fyrirmyndanna ótrúlega vel á stuttum tíma. Línurnar verða líka kraft- miklar og lifandi og áhugaverðar þess vegna. Þegar við teiknumeftir fyrirmynd er óhjákvæmilegt að einhverjar skekkjur komi upp en í stað þess að eyða tíma í að stroka út og leiðrétta er oftast gagn- legra að nota tímann til að halda áfram að horfa og draga línur. Teikningarnar geta orðið sérlega lif- andi ef við leyfum línum sem eru ekki „réttar“ að vera og höldum bara áfram að gera fleiri. Á mynd 2.3.2 má sjá að Edgar Degas hefur gert margar til- raunir til að draga útlínur ballettdansarans en hann hefur leyft þeim að halda sér sem gefur teikning- unni aukið líf. Á vissan hátt getum við séð hvernig teikniferli hans hefur verið á þessari teikningu. Í skekkjum eða mistökum geta þannig falist áhugaverðir möguleikar svo við getum verið óhrædd við að teikna hratt og gera margar tilraunir. Í hraðteikningu kemur teiknistíll hvers og eins oft vel fram, vegna þess að hver og einn hreyfir teikniáhaldið á sinn persónulega hátt alveg eins og þegar hann hleypur eða dansar. Mynd 2.3.2 Edgar Degas 1885, pastel á pappír. LEITARORÐ Samuel Bonilla Derek Overfield fast drawings Rembrandt van Rijn fast drawings Caroline Deane Geoff Winston drawings Degas drawings ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=