Ég sé með teikningu
2. KAFLI | HREYFING 53 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig Einfölduð útgáfa verkefnisins getur hentað yngsta stigi. • tengsl milli sjónskynjunar og hreyfingar handa nemenda þegar þeir teikna • leikni nemenda í að teikna án þess að velta fyrir sér afrakstri • leikni nemenda í að teikna án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • þekkingu og skilning nemenda á ein- kennum lína sem teiknaðar eru hratt • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna og gera til- raunir út frá kveikju • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum KVEIKJA Hvað sjáið þið á þessari teikningu? Hvernig teljið þið að listamaðurinn hafi dregið línurnar? Hægt eða hratt? Hvers vegna er gott að teikna hratt? Þegar teiknað er eftir fyrirmynd viljum við oftast að teikningin verði sannfærandi eftirmynd af fyrir- myndinni. Ef við erum hins vegar of upptekin af því sem er að gerast á teiknifletinum á meðan við erum að teikna er hætta á að við náum ekki að ein- beita okkur að því sem mestu máli skiptir til þess að ná samlíkingu. Það er að fylgja sjónskynjuninni eftir með hreyfingu teikniáhaldsins. Ein leið til að auka einbeitingu er að teikna hratt. Ef við gefum okkur takmarkaðan tíma til að ljúka við teikningu getum við ekki staldrað við, til að velta fyrir okkur afrakstrinum og verðum að einbeita okkur að því Mynd 2.3.1 David Hewitt, blýantur á pappír VERK EFNI 2 3 TEIKNAÐ HRATT STUTT LÝSING Nemendur efla tengslin milli sjónskynjunar og hreyfingar handar með því að teikna allar útlínur fyrirmynda á takmörkuðum tíma. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=