Ég sé með teikningu

52 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 • Nemendur ferðast um með augnatilliti sínu og fylgja hreyfingu augnanna eftir með teikniáhaldinu. Þeir geta ímyndað sér að þeir séu með línu í gönguför um staðina sem þeir eru að horfa á. Þeir geta staldrað við staði sem þeim finnst áhugaverðir og skoðað þá nánar, farið nokkra hringi í kringum þá til dæmis. • Nemendur enda ferðalagið á sama stað og þeir byrjuðu. • Þeir skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að leggja pappír (A1-2) á borð sem þeir geta gengið í kringum eftir þörfum. • Útfærsla 2 : Þeir geta prófað að nota pappírslengju, byrja ferðalagið á öðrum enda hennar og endað á hinum. Þá geta þeir ímyndað sér að þeir séu að taka panorama- ljósmynd. • Útfærsla 3 : Nemendur geta prófað að teikna eftir minni, leiðina sem þeir fóru frá því að þeir stigu fram úr rúminu um morguninn, þar til þeir voru komnir inn í skóla- stofu. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Lýsir teikningin ferðalagi augans? • Lýsir teikningin fyrirmyndinni? Þarf hún að gera það? • Lærðuð þið eitthvað nýtt um kennslustofuna eða það sem þið ferðuðust um? Hvað? • Hvað einkennir línurnar? • Er jafnmikið að gerast alls staðar í teikningunni? Þarf það að vera? Eru lítil eða stór auð svæði einhvers staðar? Er sums staðar mikið að gerast en lítið annars staðar? Hvort er betra fyrir heildarmyndina, jöfn eða ójöfn dreifing lína? Mynd 2.2.3 Ferðalagi augna um kennslustofu fylgt eftir með blýanti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=