Ég sé með teikningu
EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndin er kennslustofa eða annar staður utan- eða innandyra. • Spjöld af stærðinni A3. • Blýantar (HB-8B) eða önnur þurr teikniáhöld. • Pappír af stærðinni A3-A1 eða nokkur A3 blöð límd saman í lengju eða maskínu- pappír sniðinn í viðlíka lengju. VERKEFNIÐ • Nemendur festa pappír á spjald af stærðinni A3. Þeir halda á spjaldinu þannig að þeir geti snúið sér. Ef þeir eru innandyra er gott að sitja í stól sem hægt er að snúa. • Nemendur velja staðinn sem þeir ætla að hefja ferðalag augnanna á og setja teikni- áhaldið niður á blaðið þar sem þeir ætla að byrja að skrá það.Nemendur ferðast um, með augunum að vild, hægt, rólega og stöðugt og fylgja hreyfingu augnanna eftir, jafn óðum, á teiknifletinum með óslitinni línu, án þess að lyfta teikniáhaldinu, líkt og í verkefni 2.2. Ef þeir eru í kennslustofu geta þeir til dæmis farið um veggi stofunnar allan hringinn eða frá gólfi, upp vegg, um loft, niður vegg og aftur eftir gólfi eða ýmsar krókaleiðir um rýmið. KVEIKJA Þýsk-svissneski listamaðurinn Paul Klee (1879-1940) sagði einu sinni að það að teikna væri líkt og að fara með línu í gönguför. Þegar við erum að teikna hreyfum við augun um fyrirmynd og teikniáhaldið í samræmi við það á teikni- fleti. Við getum lýst leiðinni sem augun fara með línu og gert einskonar kort af henni. Við getum ímyndað okkur að með augunum séum við að ferðast um fyrirmyndina líkt og ferðalangar um landslag. Á þennan hátt getum við ferðast til staða sem við myndum annars ekki komast til. Við getum farið um landslag langt í fjarska, um loftið á stofunni, um himininn, upp í stjörnurnar eða inn í frumur (við getum notast við myndir) og við getum lýst þessum ferðum okkar með línu. Við getum þess vegna farið til staða sem eru ekki til í raun og veru, eins og slóðir Hobbita til dæmis. Sjá mynd 2.2.2. Mynd 2.2.2 Teikning af ferðalögunum sem Fróði og Sómi, Föru- neyti hringsins og Bilbó, Gandálfur og dvergarnir 13 fóru í kvik- myndum Peter Jackson sem byggðar eru á skáldsögum Tolkiens. LEITARORÐ Paul Klee drawings | Pablo Picasso drawings continuous line drawings | Lord of the Rings maps Relive .. 2. KAFLI | HREYFING 51
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=