Ég sé með teikningu

50 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 TILBRIGDI VID VERKEFNI 2 2 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig .. .. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Var erfitt að forðast að kíkja á teikniflötinn þegar þið teiknuðuð blint? Hvers vegna? • Hvernig gekk að hreyfa teikniáhaldið í samræmi við það sem augun sáu með þessum aðferðum? • Getið þið bent á línur í blindteikningunum sem lýsa útlínum fyrirmyndar mjög vel? Hvar? • Hvað einkennir línurnar í blindteikningum? • Getið þið bent á línur sem teiknaðar voru óslitið sem lýsa útlínum fyrirmyndar mjög vel? Hvar? • Hvað einkennir línurnar sem dregnar voru óslitið? • Getið þið bent á línur í vinstri handar teikningum (hægri hjá örvhentum) sem lýsa útlínum fyrirmyndar mjög vel? Hvar? • Hvað einkennir línurnar sem dregnar voru með vinstri hönd (hægri hjá örvhentum)? • Hvað einkennir línurnar sem dregnar voru með hægri hönd (vinstri hjá örvhentum)? • Hvað er líkt og ólíkt með línunum í þessu verkefni og í verkefni 1.4 eða 1.9? Útskýrðu. • Geta línur verið áhugaverðar þrátt fyrir að þær lýsi fyrirmynd ekki nákvæmlega? • Varð einhvern tíma þögn í kennslustofunni? Hvers vegna? Upplifðuð þið að það væri erfitt að tala á meðan þið voruð að teikna? Hvenær og hvers vegna? • Er hægt að gera góða teikningu með því að teikna blint, óslitið eða með vinstri? Hvað er góð teikning? LÍNA Í GONGUFOR STUTT LÝSING Nemendur efla tengslinmilli sjónskynjunar og hreyfingar handar með því að fylgja hreyfingu augnanna um umhverfi sitt eftir með óslitinni línu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=