Ég sé með teikningu
2. KAFLI | HREYFING 49 • Nemendur teikna allar útlínur fyrirmyndarinnar og verja tveimur til fjórum mín- útum í verkefnið. • Þeir skoða teikningarnar og ræða saman. • Skipt er um fyrirmynd eða hún færð til og verkefnið endurtekið nokkrum sinnum. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að teikna blint með hægri hönd (vinstri hjá örvhentum). Þeir koma sér þá fyrir hinu megin við trönurnar eða borðið. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að líta á teikninguna eftir að hafa lokið við að teikna ákveðna hluta af fyrirmynd, staðsett teikniáhaldið þar sem þeir vilja byrja næst og haldið áfram að teikna blint. Þeir endurtaka þetta þar til lokið hefur verið við teikningu. • Útfærsla 3 : Nemendur geta prófað að teikna með hvítu kerti, vaxlit eða olíukrít á hvítan pappír. Þá mega þeir sjá á teikniflötinn. Þegar þeir hafa lokið við teikninguna mála þeir yfir hana með bleki til þess að hún verði sýnileg. Horft á teikniflöt en meira á fyrirmynd • Nemendur koma sér fyrir þannig að þeir geti horft bæði á fyrirmynd og teikningu án þess að snúa höfðinu eða líkamanum. Þeir mega kíkja á teikniflötinn öðru hvoru en horfa meira á fyrirmyndina. Þeir halda aftarlega og laust á teikniáhaldi, prófa eftirfarandi aðferðir og nota 1-4 mínútur fyrir hverja teikningu. • Þeir teikna með hægri hönd, með vinstri hönd, óslitið með hægri hönd, óslitið með vinstri hönd. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. Mynd 2.2.1 Teiknað með þurrkrít eftir mannslíkama, blint með vinstri hönd.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=