Ég sé með teikningu

48 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 lega ekki mestu máli í teikningu eftir fyrirmynd heldur að tengja saman sjónskynjun og hreyfingu handar. Ef við þurfum að einbeita okkur sérstaklega að því að hreyfa teikniáhaldið náum við síður að velta því sem er að gerast á teiknifletinum of mikið fyrir okkur. Við búumst heldur ekki við miklu af vinstri hendinni og það hjálpar líka til við að vera ekki of upptekin af afrakstrinum, sjá Kveikju í verkefni 2.6. Það kemur okkur því oft á óvart hve vel við náum að lýsa fyrirmynd í vinstri handar teikningum. Línuspilið verður kannski óreglulegt og titrandi en líka fjölbreytilegt og lifandi og áhugavert þess vegna. LEITARORÐ blind drawings | continuous line drawings | Haraldur Jónsson drawings one line drawing by Diego Sierro | Mats Gustafson one line drawings Ellisworth Kelly line drawings | Karolina Koryl drawings Oliver Kugler one line drawings | Henry Matisse drawings | Ian Mcque drawings Pablo Picasso drawings | Picasso Writing With Light Sophie Rambert line drawings | Auguste Rodin line drawings Egon Schiele line drawings EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir, s.s. nemendur til skiptis, uppstoppuð dýr, beinagrind, hauskúpur, ávextir, grænmeti, blóm í vasa eða potti, leirtau eða annað. • Trönur. • Blýantar (2B-6B) eða önnur þurr teikniáhöld. • Pappír, að minnsta kosti af stærðinni A3. VERKEFNIÐ Teiknað blint • Nemendur hengja pappír hægra megin á trönur (vinstra megin hjá örvhentum). Þeir halda laust og frekar aftarlega á teikniáhaldi með vinstri hönd (hægri hjá örvhentum) og staðsetja það á miðjan teikniflötinn. Þeir standa það framarlega að þeir sjái ekki á hann. Sjá mynd 2.2.1.Þeir geta einnig setið framarlega hægra megin við borð (vinstra megin hjá örvhentum). • Nemendur horfa á fyrirmynd. Þeir beina sjónum sínum hægt, rólega og stöðugt eftir útlínum fyrirmyndarinnar og fylgja hreyfingu augnanna eftir jafn óðum, með teikni- áhaldinu. Þeir draga útlínurnar viðstöðulaust og óslitið, án þess að lyfta teikniáhald- inu upp af pappírnum. • Nemendur geta ímyndað sér að þeir séu að hreyfa teikniáhaldið með augunum eða að þeir séu með augun í hendinni. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=