Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 47 Það er rökhugsunarhlutinn sem vill að við teiknum samkvæmt fyrri þekkingu eða táknmyndum og fylgjumst með því hvort það sem er að gerast á teiknifletinum sé „rökrétt“. Við getum ýtt undir virkni skynjunar- og hreyfingarhluta hugans og dregið úr virkni rökhugsunarhlutans með ákveðnum aðferðum. Í þessu verkefni eru þrjár slíkar aðferðir kynntar, sem hjálpa okkur að stilla saman sjónskynjun og hreyfingu handar. Ef verkefnið er unnið með mið- og unglingastigi: Blint Ef langur tími líður milli þess að við horfum á útlínur fyrirmyndar og drögum þær á teikniflöt getur verið að við munum ekki nægjanlega vel eftir því sem við sáum og teiknum samkvæmt fyrri þekkingu eða táknmyndum í staðinn. Ef við horfum og drögum línur á nákvæmlega sama tíma getum við dregið úr þessu. Það er hægt með því að draga upp en líka með því að teikna blint. Þegar við teiknum blint horfum við einungis á fyrirmyndina á meðan við drögum línur, ekkert á teikniflötinn. Við getum einbeitt okkur að því einu að fylgja sjónskynjun okkar eftir með teikniáhaldinu því við erum ekkert að fylgjast með því sem er að gerast á teiknifletinum á meðan, sjá Kveikju í verkefnum 1.4 og 2.1. Blindteikningar verða kannski svolítið skrýtnar, útlínurnar raðast á víð og dreif um teikniflötinn oft í ósamræmi við hver aðra en ef betur er að gáð má sjá línur eða hluta úr línum hér og þar sem lýsa formi fyrirmyndanna mjög vel. Oft er lifandi línuspil í blindteikningum sem gerir þær áhugaverðar. Óslitið Við getum varast að of langur tími líði milli þess að við horfum á útlínur fyrirmyndar og hreyfum teikniáhaldið á teiknifletinum með því að draga allar útlínurnar við- stöðulaust og óslitið án þess að lyfta teikniáhaldinu nokkurn tímann upp af teikni- fletinum. Þá þurfum við að einbeita okkur að því að draga línurnar á teikniflötinn á svipuðum tíma og við horfum, okkur gefst ekki færi á að hika og athuga hvað er að gerast á teiknifletinum. Við náum oft að lýsa formum fyrirmyndar mjög vel með þessum hætti en línurnar verða einnig lifandi og kraftmiklar og áhugaverðar þess vegna. Picasso gerði verk þar sem hann dró óslitna línu með ljósi. Með vinstri hönd (hægri hjá örvhentum) Við notum hægri höndina (vinstri hjá örvhentum) til að gera svo margt sem stjórn- ast af rökhugsun eins og til dæmis að skrifa. Hægri höndin er vön því að fara eftir því sem rökhugsunin segir en það er vinstri höndin ekki. Við getum því auðveldað okkur að hundsa rökhugsun og fylgja skynjun okkar eftir með því að teikna með vinstri hönd. Þó erfitt geti reynst að ná stjórn á teikniáhaldi með vinstri hönd, náum við oft að lýsa formum fyrirmyndar mjög vel á þann hátt. Stjórn á teikniáhaldi skiptir nefni-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=