Ég sé með teikningu
46 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 VERK EFNI 2 2 ALDURSSTIG: Öll • eftirtekt nemenda eftir hreyfingu handarinnar þegar þeir teikna • tengsl milli sjónskynjunar og hreyfingar handar nemenda þegar þeir teikna • leikni nemenda í að teikna án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • leikni nemenda í að teikna án þess velta fyrir sér afrakstri • leikni nemenda í að teikna blint, óslitið og með vinstri hönd (hægri ef örvhent/ur) • þekkingu og skilning nemenda á hug- takinu línuskrift í teikningu • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna og gera til- raunir út frá kveikju • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum KVEIKJA Kennari fléttar eftirfarandi atriðum inn í samræður á meðan nemendur teikna og/ eða eftir að þeir hafa lokið við teikningar. Hvers vegna getur okkur fundist erfitt að tala á meðan við erum að teikna? Ef þögn skapast í kennslustofu er líklegt að allir hafi náð að einbeita sér fullkomlega að því að teikna. Þegar það tekst kemur það stundum fyrir að við týnum okkur í teikni- ferlinu, að við eigum erfitt með að tala og gleymum stund og stað. Skýringin á þessu er sú að til þess að tala og fylgjast með tímanum þurfum við að nota rökhugsunarhluta huga okkar en til þess að hvíla í teikniferli þurfum við að nota skynjunar- og hreyf- ingarhluta hugans. Það er hann sem gerir okkur kleift að tengja saman sjónskynjun okkar og hreyfingu teikniáhalds en það skiptir megin máli í teikningu eftir fyrirmynd. TEIKNAÐ BLINT, ÓSLITIÐ OG MEÐ VINSTRI HOND (HÆGRI EF ORVHENT/UR) STUTT LÝSING Nemendur efla tengslin milli sjónskynjunar og hreyfingar handar með því að teikna blint, með óslitinni línu og með vinstri hönd (hægri ef örvhent/ur). MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA .. ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=