Ég sé með teikningu
2. KAFLI | HREYFING 45 ALDURSSTIG: Miðstig • Fyrirmyndir eru andlit nemenda. • Trönur. • Pappír af stærðinni A3-A2, án áferðar. • Blýantar (H2-B8), þurrkrít, olíukrít, kol, vaxlitir, trélitir, kúlupennar og túss- pennar. Mynd 2.1.3 Teiknað með nokkrum áhöldum samkvæmt snertiskynjun eftir eigin andliti. TILBRIGDI VID VERKEFNI 2 1 EIGIÐ ANDLIT SAMKVÆMT SNERTISKYNJUN STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að áferð fyrirmynda og efla tengslin milli skynjunar og hreyfingar handar með því að teikna sam- kvæmt snertiskynjun. EFNI OG ÁHOLD VERKEFNIÐ • Nemendur teikna eigið andlit samkvæmt snertiskynjun. Þeir festa pappír á trönur eða borð og halda á teikniáhaldi með hægri hönd (vinstri hjá örvhentum) og stað- setja það þar sem munnurinn á að vera á teiknifletinum. Þeir loka augunum, þreifa á eigin andliti með vinstri hönd (hægri hjá örvhentum) og hreyfa teikniáhaldið um leið í samræmi við það sem þeir finna. • Nemendur byrja á munninum en færa sig smám saman yfir allt andlitið, allt höfuðið og jafnvel niður fötin í kringum hálsinn. • Þeir lýsa þeirri áferð sem þeir finna með hreyfingu teikniáhaldsins, eins og mjúkri og snarpri húð, sléttum tönnum, fínu og grófu hári, jafnvel margskonar skarti. • Nemendur teikna í um það bil 5 mínútur, skoða teikningarnar og ræða saman. • Þeir velja sér efni og áhöld sem þeir telja að gætu komið að notum til að lýsa áferð andlitsins betur og teikna aðra mynd. • Þeir leggja á minnið hvar teikniáhöldin liggja svo þeir þurfi ekki að opna augun til að sjá þau, ef þeir vilja ná sér í nýtt. • Nemendur endurtaka þetta nokkrum sinnum. • Útfærsla : Nemendur geta prófað að vinna teikningarnar hverja ofan á aðra, sjá mynd 2.1.3. ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=