Ég sé með teikningu

44 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Mynd 2.1.1 Teiknað með blýanti samkvæmt snertiskynjun eftir beini. Mynd 2.1.2 Teiknað með blýanti samkvæmt snertiskynjun eftir kuðungi og trjágrein. • Ef nemendur eru með bundið fyrir augun má líkja verkefninu við að hlusta á tónlist í heyrnartólum og syngja með, maður getur ekki verið viss um hvort maður hitti á tónana. • Nemendur teikna í um það bil fimm mínútur, bera saman fyrirmynd og teikningu, ræða um afraksturinn og endurtaka með aðra fyrirmynd. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvað hafið þið lært um áferð? • Hvaða teikningar eða hlutar úr teikningum lýsa áferð fyrirmyndanna vel? Útskýrið. • Hve vel lýsa teikningarnar formi fyrirmyndanna? • Hvers konar hreyfing hentaði best til að lýsa hverri áferð sem þið funduð? Hvaða teikniáhöld hentuðu best til þess? • Hvaða áferð var erfitt að lýsa? Hvernig reynduð þið það? Hverju var létt að lýsa? Hvers vegna? • Kom ný eða áhugaverð áferð fram í teikningunum? Ef svo er, hvar og hvernig getið þið nýtt ykkur það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=