Ég sé með teikningu
2. KAFLI | HREYFING 43 KVEIKJA Er hægt að teikna eftir fyrirmynd án þess að sjá hana? Já, með því að teikna samkvæmt snertiskynjun. Við getum haft bundið fyrir augun eða haldið á fyrirmynd undir borði, þreifað á henni með annarri hendi og hreyft teikniáhaldið í samræmi við það sem við finnum með hinni. Við fáum kannski ekki fram sannfærandi eftirmynd af formi eða hlutföllum fyrirmyndar á þennan hátt en það er gaman að reyna. Kannski náum við áferð vel fram vegna þess hve mikla athygli við getum veitt henni með snertiskynjuninni. Ef verkefnið er unnið með mið- og unglingastigi: Eins og segir í Kveikju í verkefni 1.3 er mikilvægt að æfa sig í að fylgja sjónskynjun sinni eftir með hreyfingu teikniáhalds og það gerir sama gagn að fylgja snertiskynj- uninni. Ef við höfum fyrirmynd sem við vitum ekki hvernig lítur út undir borði, eins og hlut innan úr flókinni vél frekar en epli til dæmis, truflar fyrri þekking ekki teikni- ferlið. Við getum ekki annað en treyst á snertiskynjun okkar þegar við teiknum. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir eru hlutir með margskonar áferð og lögun, s.s. burstar, skeljar þaktar hrúðurkörlum, könglar, fléttuvaxnar steinvölur, hálf paprika, mismunandi tappar, beyglaðir skór eða ýmiskonar leikföng. Fleiri fyrirmyndir sem nemendur hafa ekki fyrir fram mótaðar hugmyndir um eru t.d. margskonar steinvölur, óvenjuleg verk- færi, rafeindavarahlutir, garnhankir, rifnar tuskudúkkur, bútar af trjágreinum. • Borðar til að binda um augu. • Blýantar (HB-4B). • Pappír án áferðar. VERKEFNIÐ • Nemendur festa pappír á trönur eða borð, halda á teikniáhaldi í hægri hönd (vinstri hjá örvhentum) og staðsetja það á miðjum teiknifletinum. • Þeir draga hlut úr poka en mega ekki sjá hann. Þeir geta haft bundið fyrir augun, haft þau lokuð eða haft hlutinn undir borði. Sjá mynd 2.1.1. • Nemendur þreifa á hlutnum með vinstri hönd (hægri hjá örvhentum) og hreyfa teikniáhaldið um leið, í samræmi við það sem þeir finna. • Þeir leitast við að yfirfæra það sem þeir skynja með snertingunni á teikniflötinn. Þeir geta teiknað laust, fast, ýtt, dregið, snúið, kámað, slengt, krafsað eða pikkað og gert þykkar, fínar, ljósar, dökkar, skarpar eða mjúkar línur. Nemendur nota fingurna til að gera sér grein fyrir áferð og formi og geta ímyndað sér að þeir séu með augu í fingr- unum. ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=