Ég sé með teikningu

42 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 VERK EFNI 2 1 Áferð : Það sem við finnum með snertiskynjun okkar, yfirborðseigin- leikar hluta, eins og slétt eða hrjúft. Línuskrift : Einkenni lína í teikn- ingum, eins og breiðar og ákveðnar línur eða fínar og lifandi. Stíll : Hver teiknari notar efni, áhöld og aðferðir á sinn persónulega hátt sem gefur teikningum hans ákveðin einkenni eða yfirbragð sem kallast stíll. Óslitin lína : Lína sem er dregin við- stöðulaust, án þess að lyfta teikni- áhaldinu upp af teiknifletinum. Blindteikning : Þegar teiknað er eftir fyrirmynd án þess að horfa á teikni- flötinn eða afraksturinn. Hraðteikning : Þegar teiknað er hratt og frjálslega. MEGINHUGTOK KAFLANS ALDURSSTIG: Öll • auka eftirtekt nemenda eftir hreyfingu handarinnar þegar þeir teikna • skapa tengingu milli snertiskynjunar og hreyfingar handar • auka leikni nemenda í að greina áferð og lögun fyrirmynda og yfirfæra hana á teikniflöt • auka leikni nemenda í að teikna án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • auka leikni nemenda í að hvíla í teikni- ferli án þess að velta fyrir sér afrakstri • auka leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • auka þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verk- efnisins og leikni í að nota þau í sam- ræðum ÁFERÐ OG LOGUN SAMKVÆMT SNERTISKYNJUN STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að áferð fyrirmynda og efla tengslin milli snertiskynjunar og hreyfingar handar þegar þeir teikna. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ .. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=