Ég sé með teikningu

2. KAFLI | HREYFING 41 KAFLI 2 • þekkingu og skilning nemenda á mikil- vægi þess að hreyfa teikniáhald í sam- ræmi við sjónskynjun þegar þeir teikna eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að hreyfa teikniáhald í samræmi við sjónskynjun þegar þeir teikna eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að hvíla í teikniferli án þess að fyrri þekking á fyrirmyndum eða táknmyndir trufli og án þess að velta fyrir sér afrakstri • þekkingu og skilning nemenda á marg- víslegum aðferðum til að fá fram mis- munandi línuskrift og leikni í að beita þeim • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna og gera til- raunir út frá kveikju • leikni nemenda í að fjalla um eigin verk og annarra í virku samtali við kennara og aðra nemendur • leikni nemenda í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu af sanngirni og virðingu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast verkefnum kaflans og leikni í að nota þau í samræðum HREYFING STUTT LÝSING Á VIÐFANGSEFNI KAFLANS Í þessum kafla er áhersla lögð á að nemendur veiti hreyfingu teikniáhalds athygli, efli leikni sína í margvíslegum aðferðum í teikniferli og fylgi sjónskynjun sinni eftir með hreyfingu handarinnar án þess að fyrri þekking á fyrirmyndum, táknmyndir eða vænt- ingar um afrakstur trufli teikniferlið. Nemendur skoða verk og vinnuaðferðir nokkurra myndlistarmanna og nýta sem kveikju ásamt fleiru og gera síðan eign tilraunir í efni. Þeir ígrunda verk sín og annarra í virku samtali við kennara og aðra nemendur og beita í því samtali hugtökum sem tengjast aðferðum kaflans. HÆFNISVIÐMIÐ Á bls. 164 má sjá hvaða hæfnisviðmið heyra undir hvert og eitt verkefni. MARKMIÐ KAFLANS ERU AÐ AUKA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=