Ég sé með teikningu

40 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Teikning með hjálp mæliaðferða • Nemendur meta stærðir, hlutföll, halla og afstöðu lína og forma með mæli- aðferðunum og yfirfæra þær upplýsingar á teikniflöt. Kennari fylgist náið með og leiðbeinir hverjum og einum um beitingu aðferðanna jafn óðum. • Nemendur verja löngum tíma í verkefnið og taka sér hlé inn á milli. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla : Nemendur þurfa að endurtaka verkefnið margsinnis til þess að ná fullum tökum á þessum aðferðum og þeir geta notað þær í öðrum verkefnum eftir þörfum. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að mæla stærðir forma og bera þær saman við stærðir annarra forma? • Hvernig gekk að skoða lóðrétta og lárétta afstöðu lína og forma, flútt? • Hvernig gekk að meta halla? • Hvernig gekk að yfirfæra mælingar á teikniflötinn? • Hvað var auðvelt/erfitt? Hvers vegna? • Hjálpuðu mæliaðferðirnar ykkur að greina sjónræna eiginleika fyrirmyndar? Hvaða eiginleika og hvernig? • Er teikningin í réttum hlutföllum? Hvar og hvað gerir það að verkum? Hvar ekki og hvernig er hægt að laga það? • Er réttur halli á línum og formum í teikningunni? Hvar ekki og hvernig er hægt að laga það? • Er teikningin í jafnvægi? Ef svo er hvað gerir það að verkum? Ef ekki, hvernig er hægt að laga það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=